þriðjudagur

ég hata þegar ég geri stafsetningarvillur og þær sjást í heilan sólarhring áður en ég get lagað þær... mig vantar skáldagyðju ég er svo andlaus, og þunglyndið er byrjað að naga mig í hælana. bara að ég væri eins og fólkið í bílaauglýsingunum, ástfangin af bílnum mínum að keyra í snjó...
gestabók

mánudagur

úr því að ég er það merkileg að það séu til myndir af mér á internetinu er ekki úr vegi að hafa bara mynd af mr. tinna í staðinn. kem aftur á morgun.
see ya!

gestabók

miðvikudagur

ég hlakka svo til airwaves að ég er að pissa í buxurnar. ég er alveg búin að velja föt fyrir hvern dag... neiiii, gríííín.
ég nenni samt ekki að blogga þessa dagana og trúi því að best sé að pína sig ekki til þess. vona að þið verðið þolinmóð við litla rassalinginn.
see ya!
gestabók

föstudagur

halló krakkar mínir!
blogg dagsins er tileinkað þorra litla guðsbarni því hann á afmæli í dag og er ef ég man rétt, 24 ára gamall. voðalega eiga margir afmæli um þetta leyti. getnaður minnar kynslóðar hefur semsé að mestu átt sér stað á febrúarmánuðum... athyglivert.
annars er allt gott að frétta af mér. ákvað bara að taka mér smávegis bloggfrí og eyða hádegismatnum í að borða ofboðslega mikið í staðinn fyrir að blogga. það gerði ég af því að mig dreymir um að vera þunguð eins og allir virðast vera í kringum mig um þessar mundir. ég gat fullkomlega séð samasem merki á milli þess að ég borðaði mikið og að allir í kringum mig væru ófrískir. ég er búin að uppgötva 5. ófrísku manneskjuna sem ég þekki. nú eru 2 af bestu vinkonum mínum ófrískar, mágkona mín og 2 kunningjakonur sem ég kynntist báðum í Hollandi er ég var þar við nám. ég er ekki alveg búin að setja fingur á það en ég veit að það er eitthvað mjööööög kosmískt við þetta allt saman, ekki kómískt heldur KOSMÍSKT. þetta getur bara ekki verið eðlilegt, og það sem er enn óeðlilegra er að mig langar til að vera með.
í gær fór ég í 4. tannlæknaferðina mína. ég er ennþá yfir mig þakklát fyrir að fá að borga þetta eftir hentugleika fátæklingsins. ég hef líka komist að því að það er ekki tannlæknirinn sem ég hata heldur andskotans borinn. hver fann þetta upp? hvaða aumingja þarf ég að elta uppi í helvíti og lemja? nú er búið að gera við holur og þá er komið að aðal fjörinu. þann 25. október n.k. bætist við lítill fjölskyldumeðlimur í tanngarð tinnu. hún heitir króna og mun taka stöðu gamallar vinkonu sem þurfti frá að hverfa. sú var búin að slíta sér út eftir áralanga þrælkun í munni mínum. ég bið ykkur öll um að taka vel á móti henni krónu og af gefnu tilefni verður innflutningspartý.
see ya!

gestabók

þriðjudagur

ola!
ég hef verið í fríi. allt sem ég geri í dag er tileinkað superman. auk þess er þetta blogg tileinkað hullmazter og þrándi sem áttu afmæli 5. og 7. október. luv ya!
gestabók

mánudagur

þessi kona er það fegursta sem ég hef á ævinni séð. þúsund sinnum sætari en marilyn monroe verð ég að segja og hryggja kærastann minn um leið. ef ég eignast einhvern tímann aftur kærustu á hún að líta út alveg eins og jayne mansfield. sú var tíðin að konur höfðu mjaðmir, rass og brjóst. nú erum við deyjandi tegund...
í morgun fór ég til kvensjúkdómalæknis. maður tryggir ekki eftir á svo að best er að hafa vaðið fyrir neðan sig og láta tékka á sér. ég er endalaust að heyra hryllingssögur af konum sem huga ekki að eggjastokkunum sínum og líða svo útaf einn daginn, grasserandi í krabbameini. svo var það líka þessi þarna í sirrí sem var ófrísk án þess að vita það. ég held að maður þurfi að vera þroskaheftur til þess að það gerist en þetta hafði samt óskaplega mikil áhrif á mig auk þess sem að ég efast oft um gáfnafar mitt svo ég vildi vera viss um að það væri ekki kríli í mallanum. en það er sama hversu oft maður fer til "svona" læknis, ég er alltaf með kvíðahnút allan tímann. og alveg fram á síðustu stundu þegar ég sit á biðstofunni er ég að hugsa um að gera mér upp veikindi og afboða. en svo um leið og þessari kvöl og pínu er lokið er maður svo ósköp feginn. sérstaklega þar sem að ég er jafn stálhraust og unglingspiltur... eða stúlka er kannski meira viðeigandi.
seinasta föstudag var ég líka í kólestról, blóðfitu, blóðþrýstingsmælingu og kjörþyngdarmælingu. allt í boði gunnars dungal. og svo ég noti orð hjúkrunarkonunnar(engar ýkjur), ég er fullkomin. allt í orden og vellistarstandi í tinnu líkama. fyrir utan tanngarðinn... *umfh* & snökt. andskotans, helvítis... ég er að fara til tannsa á morgun og mér er meinilla við það. ein ferð til hans jafnast á við 5 ferðir til kvensjúkdómalæknis á einum degi. og peningurinn! ég þarf að biðja hann um að sjá auman á mér og fá að borga þetta í mörgum hlutum frá og með næstu mánaðarmótum... arrrrrgh!
tinnbert.
gestabók

sunnudagur

halló!
eins og þið lesið var ég ekki étin af hvali í gær. og andskotinn hafi það, ég sá ekki einu sinni hval. við sáum einu sinni uggana á þremur höfrungum sem voru að leika sér, það var rosa sætt og allt það nema að það var það einasta sem við sáum. fyrir utan bibba sem varð bara ímyndunarveikur af sjóveikistöflunum og sá moby dick í hverju horni og ég held að ég hafi bara orðið lasin af þeim. allavega líður mér stórundalega í líkamanum í dag. ekki nema að ég hafi ofkælst á trillunni. afsakið, en gæti ég nokkuð fengið endurgreitt? hvað er þetta með mig? mér finnst sjaldnast tilhlökkunarefni mín takast. maður þarf augljóslega að vera með krabbamein á lokastigi og búin að missa allt hárið með vefjahött og næpuhvítur í framan að láta langþráðan draum rætast til að líf manns sé nógu dramatískt til að fá að sjá nokkra hvali. og farastjórinn var kona augljóslega með kynlíf og tilheyrandi á heilanum því það eina sem hún talaði um var hversu stóran böll hvalir væru með og að höfrungar stunduðu kynlíf sér til ánægju eins og við og apar. og setningin "a feast down below" rann a.m.k. þrisvar sinnum af vörum hennar. for the love of god! en þetta var nú ekki alslæmt og óskaplega rómantískt. við hjónin vorum nú ánægð. ekki hlusta á mig. ég er bara með óráði og lasin.
við brugðum oss svo á grænan kost svona til að fullkomna daginn. ég er lengi búin að hlakka til að borða þar. baunabuffið er í miklu uppáhaldi hjá mér síðan að ég var að vinna þarna endur fyrir löngu. en auðvitað var það ekki í boði. einasta skiptið sem að ekki er baunabuff á boðstólnum og ég fer á grænan kost. tilviljun eða yfirgengilegt forsjónarhatur í minn garð? en ég fékk mér einhverja agalega huggulega fyllta burritos með grænmeti og tilheyrandi. voða gott og ég verð södd fram á miðvikudag.
þessi dagur er síðan alveg búin að tapast. til stóð að vakna snemma. arka heim frá mr. tinna og taka til. það er í fyrsta lagi viðbjóður heima hjá mér og í öðru lagi er stóra systir að koma í kaffi á morgun og kannski fleiri svo að maður vill nú hafa aðeins huggulegt. en hér í karlafaðmi er ég búin að vera í allan dag, slompuð og dáldið lasin. æji, ég nenni ekki að skrifa meir. er farin að sjá óskýrt...
see ya!

gestabók

föstudagur

13 tíma vakt... tíminn líður samt hratt og það eru 2 og hálfur tími eftir. ég vildi bara kveðja ef ég dey í hvalaskoðununni á morgun. maður veit aldrei og á ekki að að hrósa happi fyrr en aftur á þurru landi.
birta mín er að fara að koma! jibbí og jalla allalalallla!
haldiði að kærastinn minn hafi ekki bara komið í rómantíska heimsókn, búin að finna fallega lagið úr umferðarstofu auglýsingunni og brenna það á disk fyrir little miss me. ó hve ótt mitt hjarta slær fyrir þennan mann. ég er rosa ástfangin. vonandi er það í lagi... allt er öðruvísi og allt er bleikt... ekki hlusta á mig. ég er bara svona væmin af því að ég er fullvissuð um að ég verði étin af hvali á morgun.
luv ya!
gestabók

blogg dagsins er tileinkað urði sem er tventífokkíngfæv í dag og álfinum á græna hjólinu sem átti afmæli á miðvikudaginn... megi þið lengi lifa í ást og súkkulaði...
gestabók

hér með leiðréttist að unnusti birtu besta skinns, hann ranúr vann ekki bestu heimildarmyndina á nordisk panorama heldur bestu stuttmyndina. það er þó ekkert síðra. og rétt skal vera rétt!
gestabók