miðvikudagur

jæj... góðan dag. ég var í angist í gær og afskaplega ástleitin við nýju tölvuna mína. þar af leiðandi fór ég seint að sofa og þar af leiðandi er ég úrill og með skítugt hár í dag. eini gallinn við að vera ástfanginn er að maður þarf og vill oft gista með ástinni sinni. og þá einmitt fer maður líka oft seint að sofa. ég hef undanfarið eytt nóttum mínum hjá hr. tinnu því hann sá sér ekki fært um að þrífa heima hjá sér öðruvísi en það sé í beinni útsendingu fyrir framan alþjóð og því þarf hann að sinna því á síðkvöldum svo ekki verði áhangendurnir fyrir vonbrigðum. mér finnst það gaman. ég er svo óskaplega skotin í honum og hann er besti vinur minn líka þannig að ég er engu að tapa nema.... ég fer seint að sofa, er með skítugt hár, alltaf í sömu fötunum og allt draslið sem pjattrófan ég þarf á degi hverjum í poka. ofan í þennan poka hefur svo bæst við heil tölva. og ég get ekki sinnt heimilistörfunum og þess vegna eru risastórar rykrottur á gólfinu heima, súr tuska og hálfþornaður þvottur í þvottavélinni. það er samt eitthvað svo rómantískt við þetta allt saman... ég ætla samt að taka málið föstum tökum í dag og halda til heima fyrir í kvöld. baða líkamann og hengja upp þvottinn...
eruði búin að kíkja á sýninguna mína og okkar í illgresi? opnunin var seinasta laugardag og mætingin olli mér ekki vonbrigðum. það sem olli mér hins vegar vonbrigðum var áhugaleysi og framtaksleysi nokkurra illgresja auk þess sem mér finnst ég ekki hafa fengið nægilegt kredit fyrir þessa sýningu ef ég á að vera fullkomlega hreinskilin og egósentrísk. en það er víst við slæma fréttamennsku að sakast þar...
see ya!

gestabók & jólaóskalisti 2004

1. sex & the city, 6. sería á dvd
2. jóganámskeið
3. flíspeysa, bleik eða svört
4. diktafónn
5. fartölvutaska, stelpulega fyrir 12" tölvu
6. sex & the city bókin
7. bókin um ólöfu eskimóa
8. andy warhol skissubókin í pennanum
9. ljósmyndabókin untamed eftir steve bloom
10. emily strange peningaveski úr dogma
11. reykelsi úr exodus
12. lækningu við sóríasis
13. fer?ðageislaspilara með hristivörn og góð heyrnatól
14. kreprúmföt
15. fótsíðan frottenáttslopp með hettu
16. kisu pipar og saltkvarnirnar úr pipar og salt
17. kisusvuntuna úr pipar og salt
18. ljósmyndabókin portraits eftir helmut newton
19. bókin 1001 movies you must see before you die


fimmtudagur

... og mamma er líka formlega farin að ofsækja mig... grín mamma!!!! ég var að hlusta á útvarpið um daginn og þá var eins og svo oft áður verið að tala um eitthvað sem ég skildi ekki. t.d. var til umræðu þetta skiptið, útsvarsskattur... hvað er það??? það er dulítið niðurlægjandi að vita ekki hvað þetta er eða þýðir sérstaklega þar sem að stúlkan sem stýrir nú kastljósi er jafngömul og ég og hún veit örugglega hvað útsvarsskattur er...

gestabók & jólaóskalisti 2004

1. sex & the city, 6. sería á dvd
2. jóganámskeið
3. kirsuberjaregnhlífin í tösku - og hanskabúðinni
4. ilmvatnið mania frá armani
5. fartölvutaska, stelpulega fyrir 12" tölvu
6. sex & the city bókin
7. bókin um ólöfu eskimóa
8. andy warhol skissubókin í pennanum
9. ljósmyndabókin untamed eftir steve bloom
10. emily strange peningaveski úr dogma
11. reykelsi úr exodus
12. lækningu við sóríasis
13. ferðageislaspilara með hristiv?rn og góðum heyrnatólum
14. kreprúmföt
15. fótsíðan frottenáttslopp með hettu
16. kisu pipar og saltkvarnirnar úr pipar og salt
17. kisu svuntuna úr pipar og salt


halló!
móðir vor er semsé búin að uppgötva veraldarvefinn og því vissara að fara að passa orðaflauminn. en fokk it! ég get ekki verið öðruvísi en ég er... nú er ég að borða langloku og gæla við hugmyndina þegar líf mitt verður aftur rólegt. u.þ.b. næsta mánudag... en seinasta þriðjudag festi ég kaup í einni lítilli, hvítri og sætri ibook tölvu. gaman að vera orðin ein af þeim sem eiga fartölvu. nú er bara ein nefaðgerð eftir og ég get farið að hanga á pravda. ég skil samt ekkert í tölvunni því ég kann bara á itunes og lítið annað. þess vegna þarf ég að brjóta odd af oflæti mínu og valsa niður í apple búð og biðja um hjálp. maðurinn sem seldi mér tölvuna sagði: "þú setur bara diskinn í og þá er þetta tilbúið, ekkert mál!" whaaaaaat!!!! það er víst mál. ég er viss um að ég sé búin að klúðra einhverju því ég les ekki leiðarvísa.... gotta go. konan sem leysir mig af er ekki hress í dag og ég vil ekki vera of sein. sjáumst í kaffinu.

gestabók & jólaóskalisti 2004

1. sex & the city, 6. sería á dvd
2. jóganámskeið
3. kirsuberjaregnhlífin í tösku - og hanskabúðinni
4. ilmvatnið mania frá armani
5. fartölvutaska, stelpulega fyrir 12" tölvu
6. sex & the city bókin
7. bókin um ólöfu eskimóa
8. andy warhol skissubókin í pennanum
9. ljósmyndabókin untamed eftir steve bloom
10. emily strange peningaveski úr dogma
11. reykelsi úr exodus
12. lækningu við sóríasis
13. ferðageislaspilara með hristivörn og góð heyrnatól
14. kreprúmföt
15. fótsíðan frottenáttslopp með hettu
16. kisu pipar og saltkvarnirnar úr pipar og salt
17. kisu svuntuna úr pipar og salt


þriðjudagur

jæja. þetta er orðið aðeins betra. afsakið skapgerðarbrestina á föstudainn. málið er bara að ég þoli ekkert. ef ég er búin að eyða einum degi í að vera stressuð og kvíðin, þarf ég allavega eina kvöldstund í einveru og símaleysi. þannig er ég bara. ég er 25 ára líkami með anda 93 ára gamallar konu. það hljómar betur ef ég set þetta bara á reikninginn "að vera með gamla sál". nema hvað að seinustu daga, jafnvel vikur er búið að vera alltof mikill órói fyrir minn smekk. og auk þess líður mér verulega illa í vinnunni og langar mest til að hverfa úr starfi eða kannski hrinda einni manneskju niður stiga... síðan er það þessi sýning og opnunin er næsta laugardag bara svo þið vitið. nánar um það síðar. en mér finnst bara þessi illgresis hópur ekki vera nógu heilsteyptur og nokkrir mættu leggja sig betur fram. en svo má maður aldrei segja neitt. það kæfist í fjöldanum á íslandi að vera stundvís og ef þess sjást hin minnstu merki að maður vilji gera hlutina á réttum tíma er maður talinn óeðlilegur. ég er orðin þreytt á því... mig langar heim og undir sæng.

gestabók & jólaóskalisti 2004

1. sex & the city, 6. sería á dvd
2. jóganámskeið
3. kirsuberjaregnhlífin í tösku - og hanskabúðinni
4. ilmvatnið mania frá armani
5. fartölvutaska, stelpulega fyrir 12" tölvu
6. sex & the city bókin
7. bókin um ólöfu eskimóa
8. andy warhol skissubókin í pennanum
9. ljósmyndabókin untamed eftir steve bloom
10. emily strange peningaveski úr dogma
11. reykelsi úr exodus


föstudagur

viðbjóðslegur dagur og ég er í hrikalega vondu skapi. það eru jarðskjálftar inni í mér. ég vill að sjálfsögðu þakka helvísku túristunum sem gista á gistiheimilinu sem starfrækt er í sama húsi og ég bý í fyrir að halda viðbjóðslegt og hávært partý til 3:30 í nótt. djöfulsins andkotans fífl. ef þetta gerist aftur í kvöld hringi ég á lögregluna. nema hvað að ég er fullviss um að lögreglan myndi aldrei svara kalli mínu af því að ég tala eins og 5 ára barn. því eru miklar líkur á því að andskotans viðbjóðs djammglöðu túristarnir sem örugglega keyptu eitthvert pakkatilboð til íslands undir nafninu a dirty weekend in iceland munu berja mig og drepa í nótt þegar ég fer ævareið og banka á dyrnar hjá þeim og bið þá að lækka. þegar ég svo hringi á lögguna munu þeir ekki trúa mér af því að ég tala eins og andrés önd á helíumi. og túristarnir halda áfram að döðlast á helvísku íslensku hórunum sem mega muna fífil sinn fegri eins og konan á síðunni hjá betu. fukc it og fuck them all!
og svo til að bæta gráu ofan á svart asnaðist ég til að vera módel á ljósmynd fyrir auglýsingu sem verið var að gera fyrir pennann. ég fylltist bara í augnablik af drambi og fannst ég vera merkileg og sæt og þess vegna sagði ég já. nema hvað að mitt í öllu man ég að ég myndast ekki vel, reyndar er það bara afsökun fyrir afmynduðu greppitrýninu mínu. og nú er búið að hengja þennan óhróður upp í öllum mál & menningar og pennabúðunum. mannhæðarhátt og viðbjóðslegt. mér verður örugglega lógað í næsta húsasundi. og það sem gerir þetta líka enn meira niðurlægjandi er smánarlega upphæðin sem ég fékk fyrir þetta. það er alltaf verið að niðurlægja mig. fólki liði held ég best ef ég færi um allt allsber, skríðandi á 4 fótum með múl í kjaftinum. miðað við hvernig ekkert af fólkinu sem vinnur með mér og er komið yfir 35 ára hlustar á mig. gargar á mig skipanir, forðast augnsamband þegar ég vil konfront og segir mig sjálfselska af því að ég vill standa mig vel í tónlistarumsjóninni. og hvar ætli að launahækkunin sé svo sem mér var heitið gengi allt vel. auðvitað mér tilkynnt eins og mongólíta sem gerir lítið annað en að stinga fingri upp í rassgat. ég hata allt og alla í dag.

gestabók og jólaóskalisti 2004:

1. sex & the city, 6. sería á dvd
2. kirsuberjaregnhlífin úr töskuku-og hanskabúðinn á skólavörðustíg
3. ilmvatnið mania frá armani
4. fartölvutaska
5. sex & the city bókin
6. bókina um ólöfu eskimóa
7. andy warhol skissubókina
8. ljósmyndabókina untamed eftir steve bloom
9. emily strange peningaveski úr dogma
10. öll góðu reykelsin úr exodus
11. jóganámskeið



fimmtudagur

ef ég kann ennþá að telja eru 44 dagar til jóla í dag og mig kitlar í mallann. skjár einn ákvað að leggja mig ekki í einelti í gær eins og þessi bévítans stöð hefur að undanförnu gert við mig og þungaða svil/vinkonu mína. þá hefur stöðin sér til gaman endursýnt þætti sem ég hef beðið eftir í viku, slefandi af tilhlökkun. það er ljótt að níðast á fólki sem skipuleggur líf sitt eftir sjónvarpinu. hvort sem er þungað eður ei.
ég þarf núna að nota restina af matnum til að skrifa þjónustufulltrúanum mínum aumkunnarvert bréf.
lifið heil!

gestab?ók og j?óla?óskalisti 2004:

1. sex & the city, 6. sería á dvd
2. kirsuberjaregnhlífin í t?ösku-og hanskab??úðinni á sk?ólav?ör?ðustíg
3. ilmvatni?ð mania frá armani
4. brj?óstaminnkun og nefa?ðger?ð
5. fart?ölva, ibook me?ð 12" skjá
6. sex & the city bókin
7. b?ókina um ?ól?öfu eskim?óa
8. andy warhol skissub?ókina
9. ljósmyndabókina untamed eftir steve bloom


þriðjudagur

en út frá því að geðlæknirinn minn sagði að ég væri á svona góðu róli fór ég að velta því fyrir mér hvers vegna að það væri. eins og þið lásuð í gær er það ekki útaf lyfjum og suuuuureeee, ég og mr. tinna erum reunited and i´m sooooo in luuuuuuuv, en það er samt eitthvað annað líka. og þarna í rökkrinu heima hjá mér, hálfpartinn um miðja nótt rann það upp fyrir mér hvers vegna ég er svona happy. það er útaf ykkur! ekki alveg bókstaflega, en það er a.m.k. 90% þessu bloggi að þakka. þetta er bara eins og annars konar geðlæknir því hér opna ég mig algjörlega og það er frábært og lætur mér líða vel. i´ve got the whole world in my hands...... en á fjörur mínar rekur einstaka sinnum hlutur sem ég get ekki talað um og þessi sem um ræðir fjallar m.a.s. um mig....
see ya!

gestabók og jólaóskalisti 2004:

1. sex & the city, 6. sería á dvd
2. kirsuberjaregnhlífin í tösku-og hanskabúðinni á skólavörðustíg
3. ilmvatnið mania frá armani
4. brjóstaminnkun og nefaðgerð
5. fartölva, ibook með 12" skjá
6. sex & the city bókin


mánudagur

en hvað um það...
seinasta miðvikudag hjá geðlækninum fannst henni sniðugt að minnast á að ég tæki langt jólafrí frá henni því að ég væri á svo góðu róli og væri búin að vera lengi. og án allra lyfja nota bene! er sérlega á móti geðlyfjum þó ég beri alveg virðingu fyrir því að sumir þurfi þau og skilji það næstum því. til dæmis um þetta góða ról mitt er ég mikið í því að reita af mér brandara hjá henni um dramantíska æsku mína og skil sjaldnast við hana að 40 mínútum liðnum öðruvísi en skellihlæjandi. þá meina ég að hún er skellihlæjandi. henni finnst t.d. alltaf jafn fyndið að ég geti ekki notað orðið eða setninguna: ,,að fróa sér". plííííííís. ég fæ hroll af því að skrifa það hvað þá að segja. ekki taka þessu eins og að ég sé alltaf að ræða fróanir en það ber nú stundum á góma og þar sem að ég sýndi alltaf mjög sterk ofnæmisviðbrögð þegar ég þurfti að segja þetta orð... fróa, brá ég á það ráð að finna annað orð eða setningu yfir þessa athöfn sem nú heitir á góðri tinnískri íslensku: ,,að skera grænmeti". þetta finnst geðlækninum mínum alveg ofboðslega fyndið en ykkur er frjálst að nota þetta ef þið eigið í sömu vandræðum og ég og fellið tár af blygðun ef fróun ber á góma.
ég verð samt að viðurkenna að mér varð um og ó þegar hún nefndi að ég gæti tekið langt frí. allt í einu stóð ég mig að því að finna upp vandræði og vesen til að hún léti mig taka allan desember. reyndi meira að segja að kreista út tár og allt. en að endingu sagði hún mér þó að ég réði þessu alfarið og ef ég fyndi eitthvað hrikalegt vera í andlegu aðsigi gæti ég alltaf droppað við. ahhhhh... mikið elska ég geðlækninn minn...
see ya!

gestabók og jólaóskalisti 2004:

1. sex & the city, 6. sería á dvd
2. kirsuberjaregnhlífin í tösku-og hanskabúðinni á skólavörðustíg
3. ilmvatnið mania frá armani
4. brjóstaminnkun og nefaðgerð
5. fartölva, ibook með 12" skjá
6. sex & the city bókin


góðan dag.
ég er í alvöru farin að halda að það séu illir andar heima hjá mér. ég er alltaf með svona tilfinningu eins og ég sé ekki ein þar. brrrrrr, krípí... og nú er ég búin að jinxa þessu með því að minnast á það svo að í kvöld mun ég líklega deyja úr hræðslu. ekki nema að þetta sé bara af því að veggirnir eru svo þunnir þarna á grettishofi. ég véla líka bara mr. tinna til að núðla hjá mér. við erum að fara á forgotten í kvöld. það tók nú talsverðan tinnískan sanfæringarkraft til að fá mr. tinna til að koma með á þá mynd. það var ekki fyrr en ég dró ásinn fram úr erminni og gerði atlögu að karlmennsku hans að hann fékkst til að koma með og horfa fram hjá óttanum. þetta er nefnilega einhver sálfræðitryllir, elska þá, og elsku litli drengurinn hafði áhyggjur af því að verða hræddur. en ég vann!
gestabók og jólaóskalisti 2004:
1. sex & the city, 6. sería á dvd
2. kirsuberjaregnhlífin í tösku-og hanskabúðinni á skólavörðustíg
3. ilmvatnið mania frá armani
4. brjóstaminnkun og nefaðgerð
5. fartölva, ibook með 12" skjá


sunnudagur

ástæðan fyrir því að ég hef ekki sést hér undanfarið er sú að ég hef verið í óðaönn að semja jólagjafa-óskalistann minn. það krefst mikils tíma og þolinmæði. jú, vissulega er ég 25 ára en það þýðir ekki að mann hætti að langa í jólagjafir. einnig skrapp ég til barbados og sótti litla strútsungann sem ég ákvað að ættleiða á þessum síðustu og verstu.
bush eða runni eins og ég kýs að kalla durginn var aftur kosinn. það er því augljóst að bróðurpartur bandaríkjamanna er haldinn sjálfseyðingarhvöt og vill deyja ekki seinna en strax. ég skil ekki hvað er að heiminum í dag. ég botna bara ekki neitt í neinu. af hverju vill enginn að hlutirnir verði betri? og ég held bara satt að segja að þessi kerry eða karrí eins og ég kalla hann hafi verið litlu betri. kannski ekki eins herskár og helvíska heimska drullusóunin á lífi hann runni en samt slæmur. t.d. á móti hjónavígslum samkynhneigðra sem er það undarlegasta sem ég veit. og líka á móti fóstureyðingum sem einnig er mjög furðuleg afstaða. og það er ekki af því að MÉR finnst það heldur af því að það ER asnalegt. arrgghh! það spólar allt inn í mér af reiði.
i´m out of here!
gestabók