mánudagur

halló þá og gleðilega hátíð. ég er vitaskuld í vinnunni, ojj bjakk en við þurftum ekki að mæta fyrr en kl. 10 svo það var þolanlegt að vakna hefði ég haldið. en viti menn, hið óhugsanlega gerðist og ég svaf yfir mig. það er einsdæmi og gerist bara á 5 ára fresti. ég vaknaði ekki fyrr en hálf 11, þá búin að sofa í rúma 10 tíma takk fyrir takk. ég kenni alfarið ofáti á konfekti og kéti og ofnotkun á flónelnáttfötum um. en ég er hress í dag, í frekar góðu skapi bara og þetta eru jólagjafirnar sem ég fékk:
1. bleika tölvutösku með hvítum doppum og 6. seríu af sex and the city frá hr. tinna. jeijjjjj! (af óskalista)
2. ofurdollu af makintos konfekti, náttföt með englamynstri og pening frá ma & pa.
3. 1001 movies you must see before you die. jeijjjjj! frá kötu systur og ástþóri. (af óskalista)
4. hunangslíkamssápu og kisusvuntuna. jeiiiijjjj! frá ástþóri litla erni sæta frænda, svanhildi og sigurði. (af óskalista)
5. popppunktsspilið frá platónsku elskhugunum mínum, gulla, þorra og þrándi. spilaði það á jóladag og finnst frábært, sérstaklega þegar ég rústaði hr. tinna í því.
6. 50´s öskubakka frá þrándi.
7. ríðið okkur frá hulla. special edition, innbundna með rauðu teipi. special for a special lady.
8. gult gums til að setja ofan á pönnsur og skötuselsuppskrift frá þuru. er sérstaklega spennt að baka pönnsur og smakka þær með gula gumsinu sem smakkast andskoti vel eitt og sér.
9. jólaskraut frá tengdó.
10. nælu frá urði.
11. óskaplega fallega expressóbolla með maríubjöllu á frá halldóru. því miður tókst páku-skinni að brjóta einn í ballettlegum brussugangi.
12. spiderman pakka með báðum spiderman myndunum og fullt af aukaefni á dvd frá birtu ljósi.
13. kirsuberjasokka og fiðrildaeyrnalokka frá arnari mása og móu svilu.
14. yndislega fallegt bleikt skartgripaskrín frá bryncí.
15. og svo má að sjálfsögðu ekki gleyma 7500 kr. inneigninni í kringlunni sem kæri hr. dungal gaf mér. ég fer beinustu leið upp í kringlu á fimmtudag og eyði því.

ummmm.... ég held þetta sé komið, ég vona að ég sé ekki að gleyma neinu. ég er ótrúlega glöð og vona að ég hafi glatt einhvern. það kom sér augljóslega vel að hafa óskalista. hafið það gott!

p.s. ef einhver keypti bleikan 50´s lampa í frú fiðrildi, vinsamlegast skilið honum þá því ég hafði hug á að festa kaup í honum fyrir jólaaurinn. takk og by.
gestabók