allt líf okkar stjórnast af tónlist. tónlist sem gleður okkur, hryggir, tónlist sem við sönglum með sjálfum okkur eða syngjum með öðrum í hóp. tónlist réði því að nú er ég einstök og nú er ég að hlusta á tónlist sem lætur mig langa til að skæla og barma mér yfir örlögum mínum og hans. ég ætla þó ekki að láta mér það eftir.
ég fór heim til mín áðan til að baða mig því ég fæ innilokunarkennd í baðherbergi húsráðenda íbúðarinnar sem ég er að passa. ég gladdist yfir því að koma heim og hitta yndislegu börnin mín þrjú sem sumir kalla ketti. og ég gladdist yfir því að vera nýbúin að mála íbúðina mína skjannahvíta frá toppi til táar. þá er eins og að byrja upp á nýtt með hreinan og hvítann flöt. ég lagðist líka í breytingar sem mér svo eftir mikið púl líst alls ekkert á. ég ætla að bíða bara róleg þangað til að ég get keypt mér fallega og rauða svefnsófann í ikea. það eru 2 mánuðir þangað til að ég hef efni á því. eftir baðið varð ég hrygg því ég var hryggbrotin og fór í svört föt til að túlka trega minn.
mikið er ég glöð að daginn er aftur byrjað að stytta. ég þoli ekki þessa eylífu birtu þó ég elski hana birtu mína. ég er að hugsa um í ljósi liðinna atburða að flytjast búferlum með börnin til alaska. þar er víst myrkur sex mánuði ársins.
bless.
laugardagur
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli