mánudagur

upp er runninn mánudagur, ákaflega hýr og glaður. í dag var alveg rosalega mikill póstur því fullt af fínum frúm voru að fá freemans listann sem er rosalega þykkur listi, kannski eins og 6 ikea listar. og þegar ég fór útaf pósthúsinu var ég með jafnþungann póst og ég er, ég ætla ekki að segja nákvæma tölu af skiljanlegum ástæðum en það var í kringum 60 kíló. þetta finnst mér ákaflega furðulegt því kollegar mínir í bretlandi, ég veit þetta útaf harry potter geðveikinni, mega ekki bera út meira en 16 kíló. það er fjórum sinnum minna en ég var með í dag og einu sinni var ég meira að segja með 80 kíló. andskoti er þetta skrýtið og auk þess illa borgað líka. og stundum eru líka dreifibréf, rúmfatalagerinn, hagkaup, elko og margt annað. einu sinni hafði ég gaman af þessum pésum þegar ég var námsmaður. þá sat ég yfir þeim með kaffibolla og kannski sígarettu og krossaði við það sem mig langaði í með rauðum penna. en nú hata ég þessa snepla af því að þeir gera mig svarta á höndunum og auk þess þarf ég að bera þá út í hvert eitt og einasta hús þrátt fyrir að enginn póstur sé í húsin svo húsum skiptir þá þarf ég samt að ómaka mig við að bera út í þau þessa viðbjóðslegu auglýsingapésa. ég tek það fram að ég les aldrei aftan á póstkortin sem ég ber út.

í gær grét ég mikið yfir hræðilegum örlögum mínum og reyndi enn og aftur að sannfæra manninn sem ég elska um ágæti mitt sem kærustu hans. það gekk ekki. ég ætla samt ekki að gefast upp. en hann er góður við mig, það má hann eiga. ef þannig má að orðum komast þá er hann eiginlega besta breik öpp sem ég hef lent í, það er næstum ljúft að hætta með honum því hann er svo góður við mig. ég vona að enginn misskilji þetta. ég er ennþá ægilega heartbroken.

ég nenni nú ekki meiru í dag en af gefnu tilefni tilkynni ég gleði mín yfir því að arnar og móa koma heim á morgun. ég vona að þau refsi mér ekki fyrir að hafa hellt kóka kóla á takkaborðið þeirra.

fólk sem mér þykir undurvænt um og munu alltaf eiga stað í hjarta mínu: hjörtur, þorri, gulli, þrándur og þórunn.

bless.