miðvikudagur

spurt og svarað með tinnu.

hvað ertu með í vösunum?
þeir eru alltaf tómir, mér finnst óþægilegt að hafa annað í þeim en hendurnar.

er mjólkurglasið hálftómt eða hálffullt?
það er það sama, spurning um jákvæðni eða neikvæðni held ég.

ef þú værir ekki póstburðarkona, hvað mundir þú þá helst vilja gera?
rithöfundur sem lifir á skrifum sínum og síðar myndi ég fá fálkaorðuna og nóbelsverðlaun fyrir óbilandi skilning á mannkyninu.

hefurðu tárast í bíó?
já, seinast á bowling for columbine

hverjir voru fyrstu tónleikarnir sem þú fórst á?
pepsi eða kók tónleikar í laugardalshöllinni þegar ég var 12 ára.

hvaða leikari fer mest í taugarnar á þér?
konan sem leikur jordan í crossing jordan og harold í neighbours.

hver er þinn helsti veikleiki?
líklegast skapið og langlokur.

finndu fimm orð sem lýsa persónuleika þínum vel.
viðkvæm, skapstór, þrjósk, góð og dýravinur.

bítlarnir eða stones?
stones án efa.

hver var síðasta bók sem þú last tvisvar?
láttu ekki smámálin ergja þig. hún er ekki sjálfshjálparbók.

hvaða lag kveikir blossann?
i put a spell on you í flutningi marilyn manson og i can´t hardly wait í flutningi juliette lewis.

hvaða plötu keyptirðu síðast?
tónlistina úr amelie.


hvert er þitt mesta prakkarastrik?
einu sinni þegar ég var held ég fimm ára gáfu ma og pa mér svona stóran og beiskan brjóstsykur. þau voru dáldið áhyggjufull um að ég myndi ekki ráða við brjóstsykurinn og að hann myndi bara hrökkva ofan í mig og sögðu mér þess vegna þegar ég var á leiðinni út með munninn fullan og gott betur að vera nálægt húsinu og dingla um leið ef eitthvað gerðist með brjóstsykurinn. ég fór út og án þess að hugsa mig um tvisvar fannst mér ægilega fyndið og hélt að foreldrar mínir yrðu sammála að dingla og þykjast sem að brjóstsykurinn hefði hrokkið ofan í mig. þau komu hlaupandi sem óð væru mamma skælandi og allt en ég stóð bara skellihlæjandi. ég gerði mér strax grein fyrir því þarna að ég myndi sjaldan geta deilt húmornum með öðrum. að minnsta kost var mö og pa ekki skemmt.

hver er furðulegast matur sem þú hefur borðað?
ég er nú ekkert sérlega víðförul og lítið fyrir að bryðja pöddur og heila og þess vegna nefni ég bara snigla sem reyndar eru pöddur held ég. ég man fyrst þegar ég smakkaði þá fannst mér þeir hið mesta hnossgæti og það var nú bara fyrir fimm árum. en svo eftir því sem ég eldist er mér farið að þykja þetta viðbjóður og nú er svo komið að ég get ekki einu sinni hugsað mér að stinga þessum viðbjóði upp í mig. ég veit ekki hvað hefur gerst. svo er nú hollenskur matur dáldið furðulegur.

Engin ummæli: