þriðjudagur

halló. ég er semsagt í ákaflega úrillu skapi í dag og mun það vera vegna fyrirtíðaspennu. auk þess er ég komin með dálítinn kvíða í mallann því á morgun klukkan 9 byrja ég í nýju vinnunni minni. ég tel mig ekki vera óeðlilega, hitt þó heldur því flestir sem ég þekki eru kvíðnir fyrir ný störf. ég biðst því hér með fyrirfram afsökunar ef ég hitti einhvern í dag og hvæsi á þá. auk þess vantar mig nýtt skattkort. ég nenni ómögulega að tala meir. eini ljósi punkturinn við daginn í dag er símafundurinn sem ég mun eiga með manninum sem ég elska. bless.

Engin ummæli: