laugardagur
haaaa? já það er laugardagur og ég sit með bryncí bestu vinkonu minni, prjóna og tala um typpin á fyrrverandi kærustum. andskotans seinustu dagar, það hlaut að koma í hausinn á mér hvað ég er búin að tala vel og mikið um nýfengna lífshamingju mína. seinustu dagar hafa verið hell. og ég ég er ekki eins vinamörg og ég taldi mig vera. engin furða, það nennir enginn að hanga með fýlupúka. ég er þó búin að finna lausn á þessu og borgaði bryncí fimmþúsundkrónur fyrir að halda utan um mig meðan ég lægi grátandi í fósturstellingu í sturtunni. ég held að það megi rekja þetta allt til óhóflegar drykkju og vanrækslu á sálinni. þess vegna tók ég mér líka drykkjupásu þessa helgina. eftir að hafa verið drukkin seinasta miðvikudag, smurrebröd með múttu, bjór og allt fóru tilfinningarnar á fullt þegar ég sá fyrrverandi manninn minn í sjónvarpinu og eyddi restinu af kvöldina í að gráta úr mér augun. þá var ekki aftur snúið og síðan þá hefur ekki lokast fyrir tárflóðið og naðra í vinnunni og vill einhver halda utan um mig helvítis fíflið þitt... verð fyri vestan fram á sumar og ekkert símasamband. leshringurinn kominn á fullt og nú er bara brúðkaupið næst á dagskrá. bless.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli