blogg dagsins er tileinkað manni sem mér þykir afskaplega vænt um og á 30 ára afmæli í dag. þetta er hann arnar eggert thoroddsen, fyrrverandi mágur minn en jafnframt góðvinur. til hamingju með daginn arnar, hvar sem þú ert!
þar sem ég lá í baði í gær, lesandi bridget jones fór ég að hugsa um hvað ég væri smábarnaleg að hlakka svona til afmælisins míns. jafnvel of sjálfhverf. en ég hef reyndar alltaf verið svona og komst að þeirri niðurstöðu að það er ekkert athugavert við að hlakka til afmælisins síns sama hversu gamall maður er að verða. og ég held ég muni aldrei hætta því. heill dagur, bara fyrir mig... hvers vegna ekki að hlakka til??? fyrir 5 árum þegar ég varð tvítug var ég að vinna í nýkaup í mosfellsbæ. mamma var búin að reka mig að heiman og ég var að passa íbúðina fyrir pabba því hann var í tælandi að leita sér að konu á mínum aldri. ég átti kærustu sem hét og heitir vonandi ennþá hrafnhildur(nafn sem á augljóslega eftir að fylgja mér um aldur og ævi), hún hélt síðar fram hjá mér með manni sem ég hata. þrátt fyrir allt var ég samt líka skotin í eina og fyrsta súkkulaðistráknum í lífi mínu en hann hét og heitir georg hvort sem þið trúið því eða ekki. ég gef hrafnhildi samt prik fyrir eina bestu afmælisgjöf sem ég hef fengið en það var gömul ritvél sem ég pikka ennþá á endrum og eins ef þannig liggur á mér. ég man engin afmæli fyrir tvítugt. ég man 21, 22 ekki 23 en samt 24.... kannski af því ég hélt ekkert upp á 23.... who knows???
ég er í hádegismatnum að borða ministrone bollasúpu sem ég stal af einhverjum samstarfsmanni því ég á ENGA PENINGA!!!!
þegar ég var komin með krumpaðar tær í baðinu í gær fór ég að horfa á paradise hotel sem mér finnst yndislegur þáttur og sá allra geðveikasti. með því drakk ég einn bjór til að slá á sárasta hungrið en þennan bjór fann ég í ísskápnum, held samt að hann sé upphaflega minn. þar sem að ég hafði ekkert borðað varð ég drukkin af þessum eina bjór og þess vegna fór ég að skæla þegar zack var rekin úr paradise hotel. deildi einhver annar þessari tilfinningu með mér? þegar ég les yfir þessi skrifuðu orð sé ég að ég ætti kannski að fara að róa mig í bridget jones... eníveis, ég skil ekki að ég skuli ennþá vera svona mikill hænuhaus. áfengi hefur verið félagi minn síðan ég var kornabarn, eða a.m.k. 12 ára.
ég er að fara að hitta beibið hana bryncí í kvöld. það verður væntanlega typpasöguframhald hjá okkur. see ya!
love me
miðvikudagur
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli