halló... ég varð moviestar í gær. það kom maður til mín í vinnuna áður en ég fór og lét læknana segja mér að ég væri til allrar hamingju ekki með heilaæxli. ég hélt fyrst að hann væri handrukkari því ég hef áður lent í útistöðum við þá eftir að ég gleymdi að skila spólu í 2 ár en hann var tökumaður með kameru. og fyrstu 2 atriðin sem ég leik í voru tekin upp. ég þurfti ekki að fækka fötum. ég gerði síðan ekkert í gær nema gráta úr mér augun yfir oprah þætti um suður afríku og hryllinginn þar og baða mig, ekki í tárum þó. mikið fannst mér skelfilegt að horfa upp á öll þessi veslings börn þarna sem missa foreldra sína í umvörpum úr alnæmi og eru sum hver sjálf smituð af þessum faraldri 21. aldarinnar. hvers eiga þau að gjalda, sakleysingjar sem eiga ekkert skilið nema ást og umhyggju og við gerum ekkert annað en að kvarta. vestrænar kjökurdúkkur sem við erum. ég ætla að reyna að bæta mig og ég ætla líka að fá mér barn til að styrkja. síðan var ég að horfa á fréttir og þá eru einhverjar óeirðir í haítí þar sem að einhver uppreisnarræningjaflokkur er með allt í hers höndum og lögreglan skýtur alla þjófa og lætur þá liggja á götum úti og rotna til aðvörunar fyrir almenning. huxið ykkur hryllinginn! þess vegna var ég skiljanlega full efasemda allt gærkvöldið um framtíð mína. ég er þá að meina hvað maður er alltaf svo óánægður og vælandi...æ
gleðifréttir! það eru til kort fyrir fólk sem er að verða 25 ára og american splendor verður frumsýnd í bíói á morgun. ég hlakka mjög mikið til að sjá hana. jeiijjjj!!! og sexandthecity byrjar aftur 11. mars sem að ég held að sé persónuleg afmælisgjöf frá rúv til mín. jæja, gotta go. see ya... og föstudagur á morgun, jeijjjjj og útborgun, jeijjjjj og ég ætla að vera drunk um helgina, jeijjjjjjj. luv ya!
love me
fimmtudagur
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli