miðvikudagur

stolnar ostaslaufur bragðast best. það er líka verið að freista fátæklingsins með núðlusúpu á kaffistofunni sem hefur staðið þar óhreyfð síðan fyrir helgi. kannski ég kippi henni með heim í kvöld. mmmm núðlusúpa... annars er það helst í fréttum að ég festi kaup í fjölskyldu útgáfu af trivial í gær. fannst líklegra að þannig myndi ég ekki sýnast eins berskjölduð fyrir allri viskunni sem ég hefði getað tekið inn á þeim tíma sem ég eyddi í staðinn í hassreykingar á erlendri grundu og ekki. hvað um það... rafvirkinn, ég, litli og dóra wonder spiluðum og það varð frekar snemma ljóst að undrabarnið rafvirkinn myndi fara með sigur af hólmi. ég náði samt þremur kökum en það var fyrir að geta svarað því að blettatígur er fljótasta spendýrið, að andy warhol málaði marilyn monroe og eitthvað álíka almúgalegt. hef ákveðið að helga líf mitt því að læra svörin utan að. ég vildi að ég vissi allt um höfin og fjöllin og hver sé fjölmennastur og fyrstur klifinn. en síðan hugsar maður líka um það sem er mikilvægara en svör við þessum spurningum eins og heimsfriður og hungursneyð... nei ég er nú bara að vera bitur. ég ætla að verða full af visku... ég veit reyndar alveg heilmikið, það er þó allt viska sem nýtist mér ekki í neinu. ég get tæplega neimdroppað eða slegið um mig nema að það tengist köttum eða pennum og þykkt á prentpappír... iss, best að hætta áður en magakrabbinn rýkur upp úr öllu valdi. sem síðan ég hef komist að, að er ekki magakrabbi heldur fuglager sem lyftir mér á æðra plan þegar rafvirkinn knúsar mig. ég er líka mjög hrifin af dýragörðum og þegar ég vinn í 1x2 ætla ég að kaupa bóndabýli sem á að heita "my camp"... hef fengið hugmynd af þemadögum sem gætu heitið; hver dó í dag dagurinn. þá væri hægt að klæða sig upp sem einhver frægur sem hefði látist viðkomandi dag, það þyrfti þó ekki að vera neinn frægur, bara einhver úr minningargreinunum í mogganum. þetta er auðvitað allt ennþá á hugmyndastiginu... mig langar í bíó...
gestabók

Engin ummæli: