hæ!
blogg dagsins er tileinkað kvensunni sem fæddi mig í þessa vesælu veröld því hún á afmæli í dag. já, mikið rétt! mamma mín er 49 ára gömul í dag. og ef ég væri ekki handviss um að hún les ekki þetta blogg því hún er ekki meðvituð um fyrirbærið internet eða í það minnsta ekki þessa síðu dóttur sinnar þá myndi ég ekki skrifa orð af þessu. mamma er sérstök kona eins og flestar mæður og tekur upp á ýmsum skringilegheitum milli þess sem hún segist elska mig. hún hefur til dæmis alla tíð verið dugleg við að minna mig á að ég er slysabarn sem hefur þó ekki gert mér neitt nema gott því að mínu mati eru slysabörn óskabörn þjóðarinnar. mér býður frekar við tilhugsuninni að fólk fari gagngert ríðandi inn í herbergi til að búa til börn. viðbjóður!
friðrik minn gaf mér svartan hnött í gær og ég söng í huganum; " i´ve got the whole world in my hands, i´ve got the whole wide world in my hands..." svo skrýkti ég af hamingju...
see ya!
pastasalat
fimmtudagur
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli