fimmtudagur

heil og sæl. hrósið fær rafvirkinn fyrir að kunna að láta litlar bókabúðarstúlkur skjálfa af fryggð. annars er lítið í fréttum nema að ég var drukkin í gær og ekki bara af áfengi. það er búið að plata mig a.m.k. einu sinni í dag og ég kann ekki að meta það. ég hugsa að ég kaupi mér miða á placebo í dag fyrst ég er nú einu sinni að fá nýtt kreditkort. eina sem ég hef áhyggjur af í því sambandi er hvort það verði vandræðalegt þegar ég tapa mér í grúppíu frensíi með hugleik standandi við hliðina á mér á tónleikunum. hugleikur hefur lag á því að halda andliti, og myndi gera það þó að hárið á honum stæði í ljósum logum. en það er að sjálfsögðu seinni tíma vandamál. svo ætla ég bara að hitta hana móu systur mína í kvöld og drekka rauðvín og komast í annarlegt ástand. see ya! mmm.... föstudagur á morgun...
gestabók

Engin ummæli: