ola! jæja, "föstudagurinn" kominn. ég er eiginlega bara out of it því ég er svo mikið smitten kitten. ég borðaði örugglega þúsundustu ostaslaufuna mín á þessu ári áðan af því ég veit aldrei hvað ég á að borða og af því að það er eiginlegur föstudagur og yfirdrátturinn minn er farinn uppúr öllu valdi fékk ég mér eitthvert lítið páskaegg frá útlendingum í eftirrétt. mér varð ekki rótt þegar ég vafði utan af því en þá kom í ljós að þetta var hvítt súkkulaði, ekki hrifin af hvítu súkkulaði. skil ekki tillganginn með hvítu súkkulaði og svo fær maður alltaf einhvern sting í hálsinn af því. en forvitnin hafði yfirhöndina því þrátt fyrir allt vildi ég afskaplega mikið vita hvað leyndist inni í hvíta egginu, svo ég beit. ojj!!! þá var einhver appelsínugul leðja inni í því sem átti að vera einhverskonar eggjarauða nema að þetta var löðrandi sykurleðja og nú er tungan á mér appelsínugul og verður væntanlega dottin af áður en dagurinn er úti af öllum gerviefnunum í þessu jukki. en svo hugsa ég bara um gærdaginn. er ennþá með aulabrosið. fór út að borða með rafvirkjanum í gær og við fórum á caruso. þetta er ekki grín, ég get í alvöru ekki hugsað.... mér finnst ég vera föst í einhverju bleiku landi. hvaða kitl er þetta í mallanum á mér? ég er að fara í ferðalag og kem aftur á þriðjudaginn. ég vona að ég verði eitthvað aðeins búin að snap out of it svo ég bregðist ykkur ekki kæru lesendur. svona er þetta þá.... hafið það sem allra best og þó ég skilji ekki alveg þessa hátíð, þá gleðilega páska! see ya!
gestabók
miðvikudagur
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli