þriðjudagur

eiginlegur fimmtudagur...
ola!
þegar dagarnir tengjast lífi einhverrar manneskju sem mér er kær tileinka ég þeim færslu þessa dags. þar sem að ég bloggaði ekki á sunnudaginn og gleymdi þessu í gær er eftirfarandi færsla tileinkuð fyrverandi fyrrverandi kærastanum mínum, s.s. þeim sem ég átti þar seinast. við áttum nefnilega 3 ára afmæli á sunnudaginn, eða réttara sagt hefðum átt 3 ára afmæli þá hefðum við ekki áttað okkur á firringunni. en engu að síður og bara til minningar um góðu tímana og líka af því að auðvitað þykir mér óskaplega vænt um hann er færsla dagsins tileinkuð honum og því sem gerði okkur einu sinni glöð.

sagði ég ykkur um daginn þegar leatherface kom í búðina og ég afgreiddi hann án þess að átta mig á því fyrr en daginn eftir þegar það kom mynd af honum í blaðinu? ég held nefnilega ekki. hann líktist líka meira jólasveininum núna heldur en nokkurn tímann viðbjóðslega inbreed gaurnum sem hann lék í texas chainsaw masacre. úff... ég er eiginlega að missa matarlistina bara af því að skrifa um þetta... engu að síður var ég yfir mig svekkt yfir því að hafa ekki áttað mig á þessu því ég er jú mikill hryllingsmynda fan. og næsta degi eyddi ég í hvolpslega von um að gunnar hansen, leatherface kæmi aftur í búðina til mín svo ég gæti öskrað af geðshræringu, faðmað hann og beðið um eiginhandaráritun. það gekk ekki eftir.

ég er að fara að halda garðsölu um helgina sem ég vona að þið sjáið ykkur fært um að koma á og skoða og kannski kaupa. í gær var ég að fara yfir geisladiska og bækur sem ég ætla að selja og varð bara blúsuð. það er eitthvað svo sorglegt við það að selja dótið sitt þó það séu hlutir sem maður hefur ekki litið tvisvar á í meira en fimm ár. en allt í einu finnur maður eitthvað nyt fyrir þá eða fer að tengja þá einhverjum barnaminningum. ég er samt gallhörð á þessu, mig vantar peninginn...
see ya!
gestabók

Engin ummæli: