laugardagur

góðan dag.
enn og aftur er ég hús- og kattarpassari hjá elsku móu&arnari. þau fóu í þetta skiptið út á land, man ekki fyrir mitt litla líf hvurt. var samt með hálfgert samviskubit þegar ég kvaddi hana páku mína í morgun, blessað skinnið. en ég er náttúrulega þannig að gluði(þetta er ekki stafsetningarvilla) að ég fæ alltaf samviskubit ef það er einhver örlítil smuga á því.
ég fór á i, robot í gær með hullboy. mikið óskaplega var það skemmtileg mynd. mun betri en ég hafði nokkurn tíman þorað að vona. ég elska þegar það gerist, að eitthvað er mun betra en maður átti von á. gerist nánast bara þegar einfaldir hlutir eiga í hlut eins og kvikmyndir eða matur. ekki í lífinu. ég var líka sérlega heilluð af líkamanum á will smith. veit ekki hvað það á að þýða en ég hef nýlega uppgötvað það fetish í mínu fari að þykja vöðvaðir menn girnilegir. ég er þá ekki að beina svona buffaða vaxtaræktarmenn sem borða stera í morgunmat og labba með hendurnar meter frá síðunum svo allir haldi að þér geti ekki haldið þeim upp að sér fyrir vöðvum, heldur svona karlmannlega. mmmmm. guð minn almáttugur, hvað er að gerast með mig?
eftir bíóið hélt ég heim á leið til að eiga náðuga stund með sjálfri mér fjarri öllu glysi og djammi. ég ætlaði mér upphaflega að horfa á freddy kruger sem var á skjá einum en eftir fimm mínútur sá ég fram að geta ekki sofnað seinna meir af ótta við að verða drepin í draumum mínum svo ég skellti bara three amigos í tækið. horfði samt minnst á hana því dagbókin átti hug minn allan. og þetta er það sem meðal annars vall upp úr mér:
erótískar bókmenntir, fjörugt ímyndunarafl og fimir fingur geta verið bestu vinir hinnar einhleypu stúlku. og er það gott og blessað uns bölvaða þörfin og þráin eftir líkamlegri snertingu fer að gera vart við sig. þar t.d. sannast að það sem við höfum er aldrei nóg. kötturinn er til lítils nýtur þar sem að hann spriklar eins og iðandi njálgur í barnabossa og endar oftast á því að bíta mig í nebbann eða eyrnasnepilinn til að sleppa úr þurfandi faðmlagi mínu. uppblásnar dúkkur finnast mér viðbjóður enda ekki líkamsheitar og lítið við þær að tala um. einnig finnst mér trúlegt að það sé auðvelt að skráma sig á samskeytunum á þessum loftríku íhlaupapersónum. get ekki ímyndað mér að börnin sem setji þær saman á indlandi hugsi mikið um þægindi kúnnanns. að faðma vini sína er heldur ekki möguleiki og ég er nokk viss um að vera ekki ein um þá skoðun. maður gæti það svosum, faðmað vini sína en síðan væri annað mál að fara að biðja þá um að liggja með manni uppi í rúmi og halda utan um mann. þá fyrst yrði anmdrúmsloftið vandræðalegt og öll umræðuefni hyrfu á örskotsstundu út um gluggann og vináttan á eftir. auglýsi því hér með eftir einhverjum hlutlausum til að faðma mig...
svo gerði ég líka lista yfir uppáhalds kvikmyndir, bækur og tónlist. hér er hann:

myndir:
amelie
as good as it gets
reality bites
bram stokers dracula
chunking express
lost in translation
go fish
the cell
blade 1
the hours
bridget jones´s diary
waking life
about schmidt
natural born killers
secretary
mermaids
before sunrice
the big night

bækur:
east of eden: john steinbeck
afródíta: isabel allende
the dark: james herbert
láttu ekki smámálin ergja þig: richard carlson
emily the strange
emily´s book of strange
draumar einsteins: alan lightman
the green mile: stephen king
býr íslendingur hér? - minningar leifs muller: garðar sverrisson
erró: aðalsteinn ingólfsson
blái engillinn - ævisaga marlene dietrich: donald spoto
kryddlegin hjörtu: laura esquivel
david boring, ghost world: daniel clowes
bubbi: silja aðalsteinsdóttir
zero girl: sam keith
optic nerve: adrian tomine
black hole: charles burns

músík:
yeah yeah yeahs
nine inch nails
nick cave
joy division
neil young
leonard cohen
singapore sling
mínus
andrew w.k.
morrisey
suede
godspeed you black emperor
mogwai
arvo pärt
brian eno
can
miles davis
billie holiday
chet baker
david gray
tony bennet
erik satie
orchestral manoeuvers in the dark

ég vil að það gerist allt úti í húsasundi þegar við getum ekki beðið lengur...

see ya!
gestabók

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

við höfum soldið ólíkan tónlistarsmekk...en Billie er ÆÐI! mig langar til að fá e-a tónlistardúdda með mér til að spila undir og ég syng Billie lögin og meika það sem rauðhærða ólærða frábæra söngkonan.villtu spila á hristur hjá mér?

bíómyndirnar eru æði samt. skil samt ekki þetta með blade1.

marsil