þriðjudagur

halló.
núna áðan varð ég aftur pínu blúsuð. andskotans! ég veit af hverju... samt botna ég ekki upp né niður í neinu. einu sinni var hægt að slá inn tinna+mizter ego(ekki réttur titill en þó sá réttasti) á google og þá kom mynd af okkur saman. ég þori því ekki núna fyrir mitt litla líf en að hugsa sér þá skelfingu að svona verði það, það sem eftir er. ef ég bara fyndi upp vírus sem myndi rústa internetinu for good.
en um þessa grein sem ég las í orðlaus... eins og ég sagði þá er þetta hið ágætasta blað. ég er alltaf yfir mig heilluð af fólki sem hefur metnað til að gera svona hluti. gefa út blöð, bækur o.þ.h. sérstaklega þar sem að það gleymdist að gefa mér metnaðarsprautuna í rassinn þegar ég leit í fyrstu dagsins ljós. mér finnst ég vissulega alveg vita metnaðarlaus manneskja, í það minnsta liggur minn metnaður ekki eftir hinum gullna meðalvegi íslendingsins. hef réttlætt þetta fyrir sjálfri mér með því að það sé kannski best að komast að einhverri heilsteyptri niðurstöðu um mig sjálfa og mitt eigið ágæti áður en ég fer að henda mér út í eitthvert heimsyfirráð. sit sátt við það nema hvað að aðrir hafa kannski ekki verið jafn sáttir við þá niðurstöðu. en það er ekki lengur mitt áhyggjuefni...
ég fletti semsé orðlaus í rólegheitunum heima hjá mér á sunnudaginn og rak þá í rogastans við eina greinina. þar er stúlka/kona að lýsa afmælisdeginum sínum. hún er greinilega haldin sama sindrómi og ég að vera yfir sig heilluð af sínum eigins afmælisdegi enda ekkert eðlilegra. en í þetta skiptið var hún 25 ára, glöggir lesendur muna kannski að þann 9. mars s.l. varð ég einmitt tventífokkíngfæv eins og ég komst svo að orði. mér fannst það yndislegt og hafði ekkert út á það að setja. bara gaman að verða eldri, hvort sem er lítið annað í stöðunni að gera en að gleðjast. en þessi kynsystir mín er á allt annari skoðun. þarna í greininni lýsir hún því yfir að því er virðist nánast með hryllingi hvað það sé slæmt að vera orðin 25 ára. hún sé orðin gömul, brjóstin byrjuð að síga, hrukkur að myndast í andlitinu, hliðarspik á síðunum sem aldrei hafði sést áður, buxurnar eitthvað að þrengjast og þar fram eftir götunum. nú tækju bara róleg vídjókvöld við og kannski djamm einu sinni í mánuði. ef hún getur þá rifið sig frá göngugrindinni segi ég nú bara! er 25 ára virkilega gamalt og lifi ég bara í einhverri firringu af því að mér finnst það ekki? þetta var í alvöru það skrýtnasta sem ég hef á ævinni lesið. er kornung manneskja, að mér finnst, í alvörunni að hugsa svona? finnst henni þetta í alvöru alvöru alvöru? ég trúi þessu bara ekki! 25 ára er bara hreint ekki gamalt. ég er ekki að skrifa þetta því að ég sé í svo mikilli afneitun yfir því að vera orðin "gömul", ég er bara svo óskaplega ósammála. kannski ef núna væri árið 1910 væri þetta gamalt en blessunarlega hafa tímarnir breyst svo mikið og svo margir möguleikar opnast að enginn er lengur gamall fyrr en um sjötugt og jafnvel seinna. seinast þegar ég vissi var pabbi minn sem nú er 72 ára enn að pumpa í world class og alltaf í ljósum. og hver er 25 ára að pæla í hrukkum? ég segi nú bara díses kræst við því! og þetta með síðuspikið, hvað er síðuspik? kemur það ekki bara ef maður bætir aðeins á sig? ekkert við því að gera, bara krúttilegt. ég held maður þurfi nú ekkert að fá eitthvað taugaáfall yfir aldrinum útaf því. og brjóst eru bara brjóst. tell mí abát it! ég er enn að bísnast yfir því af hverju í andskotanum ég fékk mín. en húðin er enn það ung þegar við erum 25 ára að það er bara ekki séns að þau byrji að síga þá, og ef svo er þá vaknar maður ekki með þau ofan á tánum daginn eftir 25 ára afmælið. ekki að ég sé neinn líffræðingur eða læknir, ég bara er handviss um þetta og veit þetta reyndar. kannski bara best að festa kaup í betri brjóstahaldara kæra kynsystir. aldurinn liggur að mínu mati undir yfirborðinu en ekki ofan á því. aldurinn er huglægur, þú ert bara eins gamall og þér líður inni í þér. mér, fyrir utan allt andskotans ástarvesenið og lundarvandræði, hefur aldrei liðið meira eins og konu og ég geri akkúrat í dag og núna. 25 ára! mér finnst ég vera á hátindi kvenleikans, eins og ég sé nýútsprungin rós. ég elska að dilla appelsínuhúðaða rassinum mínum og signu brjóstunum, blikka hrukkuðu augnlokunum framan í unga menn og missa fölsku tennurnar á borðið þegar ég sendi þeim fingurkoss. ég elska það! og það á bara eftir að verða betra, það er ég viss um. ég vildi bara óska að þessi elska sem skrifaði greinina í orðlaus gæti litið svona á þennan "háa" aldur.
see ya!

gestabók

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

alveg sammála þér. jih....held þetta séu bara stælar eða einhver að reyna að vera fyndin. ég fattaði samt þegar ég varð 27 að ég á bara 15 ár eftir í barneign [samkvæmt mörlu í boston public]. fékk smá sjokk. komst svo vel yfir það. mjög vel.

takk fyrir sleikjóinn...þrátt fyrir að hann sé einmitt núna að rífa gat á tungu mína þykir mér ógurlega vænt um hann. :)

Nafnlaus sagði...

Geena Davis var að eignast tvíbura og hún er 48 ára. 25 er enginn aldur, þetta er þrugl í manneskjunni.

Nafnlaus sagði...

held það fari eftir hressleika og ástandi líkama. minn líkami at 27 líkist meiri mörlu kennara en geenu davis. þannig að mar má hafa áhyggjur. sem ég er ekki með sko. komin yfiretta.
bets

Tinna Kirsuber sagði...

hver er marla kennari? það hringir einhverjum bjöllum en ég man samt ekki alveg... það er allt í lagi að hafa áhyggjur af líkamanum, hver hefur það ekki í samfélagi sem gerir eylífar kröfur um útlit. en málið er bara að halda því fram að það tengist aldri, sérstaklega þegar maður er bara tventífokkíngfæv finnst mér með afbrigðum skrýtið... en hvað veit ég, barnið...?

Nafnlaus sagði...

marla er 42 ára, svarta frekjubollan. manstigi!?