það er búið að loka símanum mínum... aggh aggh aggh!!! sælir verða þeir dagar framtíðarinnar er ég get velt nöktum líkama mínum með minnkuðum brjóstum upp úr hafi af seðlum. allt 5000 köllum... þetta er nú samt alveg ágætis dagur, það hefur losnað um spennuna og geðvonskuna sem hrjáði huga minn og sál í gær enda var hægt að skella skuldinni alfarið á fyrirtíðarspennu í þeim málum og kannki líka pínu á þá staðreynd að ég var að vinna í 13 tíma í gær. ég er ekki vinnualki og finnst ekki hressandi og gaman að vinna í 13 tíma og biðja svo bara um meira. svo kom líka túrinn í gær og þá dró ský frá sólu.
en ég sendi líka umsóknina fyrir hönd illgresishópsins um sýningarsalinn sem við girnumst. núna reyndar, þegar ég hugsa til baka sannfærist ég meira og meira um að þessi umsókn hafi borið keim af einhverju samstarfsverkefni vangefinna og ég hafi gefið þá mynd af mér að vera einhver talsmaður þeirra. ég vona að þau sem fengu hana líti ekki þanning á þetta allt saman...
mikið lengir mig eftir utanlandsferð. mig langar alveg óskaplega í einhverja skemmtilega ferð. sérstaklega af því að ég elska flughafnir. það gæti jafnvel verið nóg að skella sér bara á terminal í bíói...
en það er nú deitnæt í kvöld með elsku bibberti. tinnbert & bibbert. maríanna sagði í gær að ég gæti verið svona international tinnbert. hvað ætli það sé? ég sagði bara fullorðinslega já. fullorðinsleg já eru já sem eru sögð með svona hlæjandi röddu... jaahááhahaha... en það hljómar dáldið skemmtilega, international tinnbert!
þegar klukkan var rúmlega 9 í morgun, ég endurtek, einungis rúmlega 9 kom blökkumaður í búðina og reyndi við mig. ég er ekki að gorta mig, mér finnst þetta bara stórmerkileg saga. auk þess sem ég er með klessukomplexa þessa dagana (hata nakinn líka minn...) ég var semsé að setja póstkortin út á götu. það er gert hérna í pennanum svo að túristarnir viti alveg örugglega að við seljum póstkort þrátt fyrir að það sé komið haust og viðbjóðslegur kuldi og ég fæ í fingurna þegar túristarnir rétta mér póstkortin til að borga þau. en þá hjólaði maðurinn fram hjá, takið eftir að ég er hætt að skilgreina hann sem BLÖKKU-mann, fannst það hálf KKK eitthvað. hann skransaði svo beint fyrir framan mig og hálf partinn elti mig inn með augun á stilkum. hann fór blessunarlega niður eftir að hafa staðið í dágóða stund fyrir framan mig að gefa frá sér allskyns stunur og búkhljóð. ég reyndi eftir minni bestu getu að láta eins og ekkert væri, enda hálf partinn ný vöknuð og mygluð. svo fór hann niður og ég dæsti af létti. en svo kom hann aftur upp og hér er samtalið okkar, míns og (blökku)mannsins:
hann teygir afskaplega mikið úr hálsinum á sér og að barmi mínum þar sem ég er með barmmerki með nafni mínu á... "what´s your name?"
ég með mjög tístandi rödd: "tinna"
hann: "ohh, tinna? yeah! how old are you tinna?"
ég, ennþá tístandi: "tventífæv..."
hann: "ok, you are a very beautiful girl.... tinna...."
ég: "thank you"
hann, hálf hrópandi: "NO!!!!! THANK YOUUUU TINNA!!!!! (muldrar svo alla leiðina út): beautiful girl, beautiful girl"
see ya!
gestabók
þriðjudagur
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
hihihi...sé þetta alveg fyrir mér. eins og allt sem þú skrifar. þú ert bíómyndin mín. ég sakna þín. bets.
Skrifa ummæli