hæ!
ég er svo glöð í dag útaf mörgum hlutum.... til dæmis er ég ofboðslega glöð að það sé rigning úti. ég var það samt ekki í nótt því að það svoleiðis drundi í öllu og risið mitt hristist og ég lá skjálfandi undir sæng af vindótta og myrkfælni sem hefur tekið sig upp aftur eftir áralanga fjarveru. það er svona þegar maður státar sig af einhverju, þá er næsta víst að það fari til andskotans. en ég er hrifin af haustinu, ekki bara hrifin, ég elska það. ég hlakka svo til að fara heim og hringa mig saman með litlu páku og lesa slúðurtímarit. sérstaklega þar sem að meyjarhofið var þrifið hátt og lágt í gær. þ.e.a.s. ef ég slepp við að hitta mömmu í dag. demitt!!! ég er bara í engu mömmu stuði þesa dagana. ég fann líka að ótuktin var að koma fram þegar ég talaði við hana á sunnudaginn og hún semi-skammaði mig fyrir að tala aldrei við sig. hún á eftir að segja eitthvað ljótt við mig í dag, vittu til! gott að það er geðlæknadagur á morgun. ég ætti að miða móðurfundina við það...
en ég er líka sorgmædd útaf ýmsu... ég var að ganga frá erlendum dagblöðum áðan í vinnunni og öll bera þau fyrirsagnir og myndir af hryllingnum í rússlandi á forsíðunum. time er með sérlega skelfilega mynd. og ég gat ekki gert að því að tárast og fá kökk í hálsinn... m.a.s. núna fæ ég tár í augun að skrifa um þetta og hugsa. ég á ekki til orð í raun og veru og mér finnst ég næstum því vera hræsnari að fá tár í augun útaf þessu af því að ég hef það í raun svo gott. elsku börnin og fólkið þarna úti í rússlandi, ég vildi að ég gæti gert eitthvað. ég trúi ekki að þetta fólk sem að gerði þetta eða bara nokkur manneskja geti verið með svona tómt og svart hjarta..........................
gestabók
þriðjudagur
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli