föstudagur

til hamingju með afmælið í dag kata! ég gleymdi símanum heima svo ég get ekki sent henni afmælis sms og ég gleymdi líka blogg bókinni góðu heima. það er nú mikill og stór doðrantur sem geymir allar mínar spekúlasjónir um lífið og tilveruna. ég kemst nú reyndar sjaldnast yfir að skrifa þetta allt sem ég hugsa um og skrifa í einverunni. bara til að það sé á hreinu sit ég ekki ein inni á mokka á síðkvöldum með alpahúfu og gulan blýant með nöguðum enda og stari dreymin út í loftið tímunum saman með einstaka pásum til að skrifa niður djúpar hugsanir mínar. þetta fer allt fram innan veggja heimilisins. en þar sem að bloggbókin er heima, man ég ekki hvað ég ætlaði að skrifa í dag því ég er með athyglisbrest.
bryncí best bud kom í gær því það var saumaklúbbur, tveggja konu saumaklúbburinn lónlí blú boys. hún er ennþá ófrísk og ég fæ kvíðahnút í minn malla í hvert sinn sem við þurfum að ræða þessar breyttu aðstæður. eins og að ég hafi einhverja ábyrgð að bera í þessu máli. ég væri nú svosum alveg til í svona litla sæta bumbu ef það bara fylgdi ekki barn með...
ég ætla að vera typsí í kvöld.
see ya!

gestabók

Engin ummæli: