yndislegur morgunn fyrir utan að það er mánudagur. eftir tvo daga verður þó eins og það hafi aldrei verið... loftið er svo gott og ég uppgötvaði í morgun í morgunsturtunni að fuglarnir syngja annað lag á haustin en þeir gera á vorin og sumrin. takiði eftir því næst þegar þið heyrið í þeim... en það er kannski bara eitthvað sem allir vita og ég svona upprifin í barndómi mínum. það er allt svona krispí úti og það er eins og allt sé skýrara. ætli gleraugnanotkun minnki á haustin? ég elska það og mér finnst næstum eins og að ég ætti að mæta í skóla frekar en að fara að vinna. af því að það er það sem maður gerir á haustin. fer í skóla. ég hef nefnilega komist að því, talandi um skóla að þvert á við það sem ég hef haldið um nokkurt skeið er ég dauðhrædd við að vera fullorðin. þ.e. þegar það starir svona bókstaflega í augun á manni eins og nú þegar allir eru að gifta sig og eignast börn. ég hélt alltaf að það væri nóg að borga bara reikninga og búa einn...
gestabók
mánudagur
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli