mánudagur

þessi kona er það fegursta sem ég hef á ævinni séð. þúsund sinnum sætari en marilyn monroe verð ég að segja og hryggja kærastann minn um leið. ef ég eignast einhvern tímann aftur kærustu á hún að líta út alveg eins og jayne mansfield. sú var tíðin að konur höfðu mjaðmir, rass og brjóst. nú erum við deyjandi tegund...
í morgun fór ég til kvensjúkdómalæknis. maður tryggir ekki eftir á svo að best er að hafa vaðið fyrir neðan sig og láta tékka á sér. ég er endalaust að heyra hryllingssögur af konum sem huga ekki að eggjastokkunum sínum og líða svo útaf einn daginn, grasserandi í krabbameini. svo var það líka þessi þarna í sirrí sem var ófrísk án þess að vita það. ég held að maður þurfi að vera þroskaheftur til þess að það gerist en þetta hafði samt óskaplega mikil áhrif á mig auk þess sem að ég efast oft um gáfnafar mitt svo ég vildi vera viss um að það væri ekki kríli í mallanum. en það er sama hversu oft maður fer til "svona" læknis, ég er alltaf með kvíðahnút allan tímann. og alveg fram á síðustu stundu þegar ég sit á biðstofunni er ég að hugsa um að gera mér upp veikindi og afboða. en svo um leið og þessari kvöl og pínu er lokið er maður svo ósköp feginn. sérstaklega þar sem að ég er jafn stálhraust og unglingspiltur... eða stúlka er kannski meira viðeigandi.
seinasta föstudag var ég líka í kólestról, blóðfitu, blóðþrýstingsmælingu og kjörþyngdarmælingu. allt í boði gunnars dungal. og svo ég noti orð hjúkrunarkonunnar(engar ýkjur), ég er fullkomin. allt í orden og vellistarstandi í tinnu líkama. fyrir utan tanngarðinn... *umfh* & snökt. andskotans, helvítis... ég er að fara til tannsa á morgun og mér er meinilla við það. ein ferð til hans jafnast á við 5 ferðir til kvensjúkdómalæknis á einum degi. og peningurinn! ég þarf að biðja hann um að sjá auman á mér og fá að borga þetta í mörgum hlutum frá og með næstu mánaðarmótum... arrrrrgh!
tinnbert.
gestabók

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

jayne mansfield er alveg æði, sammála þér þar...en enn fegurri er nú samt monroe þykir mér, sorry! Er búin að vera skotin í henni síðan ég var átta ára.

Úff ég er líka á leið til tannsa...oj oj. Sjáumst á morgun, þín systurdóttir

Nafnlaus sagði...

það er nú gott að eitthvað fallegt tengist mansfield. bjóst við frændum og frænkum jaynar hérna í mansfield en neibb. bara reddnekk lúðar með rassaskoru og svitabletti. damn. betsen.