föstudagur

halló krakkar mínir!
blogg dagsins er tileinkað þorra litla guðsbarni því hann á afmæli í dag og er ef ég man rétt, 24 ára gamall. voðalega eiga margir afmæli um þetta leyti. getnaður minnar kynslóðar hefur semsé að mestu átt sér stað á febrúarmánuðum... athyglivert.
annars er allt gott að frétta af mér. ákvað bara að taka mér smávegis bloggfrí og eyða hádegismatnum í að borða ofboðslega mikið í staðinn fyrir að blogga. það gerði ég af því að mig dreymir um að vera þunguð eins og allir virðast vera í kringum mig um þessar mundir. ég gat fullkomlega séð samasem merki á milli þess að ég borðaði mikið og að allir í kringum mig væru ófrískir. ég er búin að uppgötva 5. ófrísku manneskjuna sem ég þekki. nú eru 2 af bestu vinkonum mínum ófrískar, mágkona mín og 2 kunningjakonur sem ég kynntist báðum í Hollandi er ég var þar við nám. ég er ekki alveg búin að setja fingur á það en ég veit að það er eitthvað mjööööög kosmískt við þetta allt saman, ekki kómískt heldur KOSMÍSKT. þetta getur bara ekki verið eðlilegt, og það sem er enn óeðlilegra er að mig langar til að vera með.
í gær fór ég í 4. tannlæknaferðina mína. ég er ennþá yfir mig þakklát fyrir að fá að borga þetta eftir hentugleika fátæklingsins. ég hef líka komist að því að það er ekki tannlæknirinn sem ég hata heldur andskotans borinn. hver fann þetta upp? hvaða aumingja þarf ég að elta uppi í helvíti og lemja? nú er búið að gera við holur og þá er komið að aðal fjörinu. þann 25. október n.k. bætist við lítill fjölskyldumeðlimur í tanngarð tinnu. hún heitir króna og mun taka stöðu gamallar vinkonu sem þurfti frá að hverfa. sú var búin að slíta sér út eftir áralanga þrælkun í munni mínum. ég bið ykkur öll um að taka vel á móti henni krónu og af gefnu tilefni verður innflutningspartý.
see ya!

gestabók

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hei. og einmitt er ég orðin mamma líka. þurfti að vísu ekki að give birth en nú á ég fimm ára gamlan son sem heitir kristófer og ég hugsa til hans þegar ég geng fram hjá dótabúðum. sækóóóóó. frú dreki.