fimmtudagur

halló!
móðir vor er semsé búin að uppgötva veraldarvefinn og því vissara að fara að passa orðaflauminn. en fokk it! ég get ekki verið öðruvísi en ég er... nú er ég að borða langloku og gæla við hugmyndina þegar líf mitt verður aftur rólegt. u.þ.b. næsta mánudag... en seinasta þriðjudag festi ég kaup í einni lítilli, hvítri og sætri ibook tölvu. gaman að vera orðin ein af þeim sem eiga fartölvu. nú er bara ein nefaðgerð eftir og ég get farið að hanga á pravda. ég skil samt ekkert í tölvunni því ég kann bara á itunes og lítið annað. þess vegna þarf ég að brjóta odd af oflæti mínu og valsa niður í apple búð og biðja um hjálp. maðurinn sem seldi mér tölvuna sagði: "þú setur bara diskinn í og þá er þetta tilbúið, ekkert mál!" whaaaaaat!!!! það er víst mál. ég er viss um að ég sé búin að klúðra einhverju því ég les ekki leiðarvísa.... gotta go. konan sem leysir mig af er ekki hress í dag og ég vil ekki vera of sein. sjáumst í kaffinu.

gestabók & jólaóskalisti 2004

1. sex & the city, 6. sería á dvd
2. jóganámskeið
3. kirsuberjaregnhlífin í tösku - og hanskabúðinni
4. ilmvatnið mania frá armani
5. fartölvutaska, stelpulega fyrir 12" tölvu
6. sex & the city bókin
7. bókin um ólöfu eskimóa
8. andy warhol skissubókin í pennanum
9. ljósmyndabókin untamed eftir steve bloom
10. emily strange peningaveski úr dogma
11. reykelsi úr exodus
12. lækningu við sóríasis
13. ferðageislaspilara með hristivörn og góð heyrnatól
14. kreprúmföt
15. fótsíðan frottenáttslopp með hettu
16. kisu pipar og saltkvarnirnar úr pipar og salt
17. kisu svuntuna úr pipar og salt


Engin ummæli: