föstudagur

viðbjóðslegur dagur og ég er í hrikalega vondu skapi. það eru jarðskjálftar inni í mér. ég vill að sjálfsögðu þakka helvísku túristunum sem gista á gistiheimilinu sem starfrækt er í sama húsi og ég bý í fyrir að halda viðbjóðslegt og hávært partý til 3:30 í nótt. djöfulsins andkotans fífl. ef þetta gerist aftur í kvöld hringi ég á lögregluna. nema hvað að ég er fullviss um að lögreglan myndi aldrei svara kalli mínu af því að ég tala eins og 5 ára barn. því eru miklar líkur á því að andskotans viðbjóðs djammglöðu túristarnir sem örugglega keyptu eitthvert pakkatilboð til íslands undir nafninu a dirty weekend in iceland munu berja mig og drepa í nótt þegar ég fer ævareið og banka á dyrnar hjá þeim og bið þá að lækka. þegar ég svo hringi á lögguna munu þeir ekki trúa mér af því að ég tala eins og andrés önd á helíumi. og túristarnir halda áfram að döðlast á helvísku íslensku hórunum sem mega muna fífil sinn fegri eins og konan á síðunni hjá betu. fukc it og fuck them all!
og svo til að bæta gráu ofan á svart asnaðist ég til að vera módel á ljósmynd fyrir auglýsingu sem verið var að gera fyrir pennann. ég fylltist bara í augnablik af drambi og fannst ég vera merkileg og sæt og þess vegna sagði ég já. nema hvað að mitt í öllu man ég að ég myndast ekki vel, reyndar er það bara afsökun fyrir afmynduðu greppitrýninu mínu. og nú er búið að hengja þennan óhróður upp í öllum mál & menningar og pennabúðunum. mannhæðarhátt og viðbjóðslegt. mér verður örugglega lógað í næsta húsasundi. og það sem gerir þetta líka enn meira niðurlægjandi er smánarlega upphæðin sem ég fékk fyrir þetta. það er alltaf verið að niðurlægja mig. fólki liði held ég best ef ég færi um allt allsber, skríðandi á 4 fótum með múl í kjaftinum. miðað við hvernig ekkert af fólkinu sem vinnur með mér og er komið yfir 35 ára hlustar á mig. gargar á mig skipanir, forðast augnsamband þegar ég vil konfront og segir mig sjálfselska af því að ég vill standa mig vel í tónlistarumsjóninni. og hvar ætli að launahækkunin sé svo sem mér var heitið gengi allt vel. auðvitað mér tilkynnt eins og mongólíta sem gerir lítið annað en að stinga fingri upp í rassgat. ég hata allt og alla í dag.

gestabók og jólaóskalisti 2004:

1. sex & the city, 6. sería á dvd
2. kirsuberjaregnhlífin úr töskuku-og hanskabúðinn á skólavörðustíg
3. ilmvatnið mania frá armani
4. fartölvutaska
5. sex & the city bókin
6. bókina um ólöfu eskimóa
7. andy warhol skissubókina
8. ljósmyndabókina untamed eftir steve bloom
9. emily strange peningaveski úr dogma
10. öll góðu reykelsin úr exodus
11. jóganámskeið



2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

elsku tinna mín. ég ætlaði nú að koma þér á óvart en núna er kannski bara fínt móment til að segja þér um leið og þú hefur verið að blogga um vonda daginn þinn var ég að hugsa ó, svo fallega til þín. fann sætustu feikdæmond kirsuberjanælu og eyrnalokka í heimi og hlakka til að gefa þér sæta stelpa. og þú ert með uppáhalds röddina mína. smá ráð sem mamma gefur mér reglulega: hentu andskotans útlendingunum út um gluggann. ást. beta.

Nafnlaus sagði...

takk dúlla... alltaf gaman þegar einhver hugsar fallega til manns. þetta er nú allt að lagast og gott ef djöfuls túristarnir hentu sér ekki bara sjálfir útum gluggann. hlakka til að fá þig heim :*