og svo ætla ég líka aðeins að monta mig... eins og margir vita stefni ég einatt að forsetaframboði þegar ég næ gildum aldri til að bjóða mig fram, eftir ca. 5 ár. þess vegna hef ég gert það að persónulegu markmiði mínu að vingast við ólaf ragnar til að hafa af honum einhverjar góðar brellur upp á framtíðina. en því er nú ver og miður að ég og óli erum sjaldnast á sama stað. hann fer t.d. aldrei á sirkus og hangir lítið heima hjá mér þar sem að ég eyði flestum mínum frístundum. og aldrei kemur hann í bókabúðina mína því hann sendir alltaf bílstjórann sinn hann ragga. en þar sem að ég dey ekki kona ráðalaus brá ég bara á það næstbesta og vingaðist all svakalega við hann ragga. nú er það orðið svo að raggi kemur stundum hingað í búðina bara til að heimsækja mig þegar hann hefur tíma til að drepa ef ólafur er kannski á fundi eða eitthvað að snattast með henni dorrit. ég segi honum grínsögur og reyni að draga upp úr honum leyndarmál sem mér tekst aldrei en það breytir svosum litlu því það er alveg eins gott að vingast við hann núna ef blessaður maðurinn þarf eftir nokkur ár að vera að skutlast með mig fram og til baka í smáralindina. ég ætla ekki að byrja að versla í sævari karli bara af því að ég verð forseti. ég held tryggð við topshop.
en viti menn og þar sannast að aldrei að segja aldrei er rétt því hann ólafur kom í búðina í seinustu viku. ég hvítnaði og blánaði á víxl og kom ekki upp orði. ekki einu sinni til að segja honum að ég ætlaði að hafa af honum starfið. ólafur fór að skoða bækur og eftir smá stund kom raggi inn á eftir, búin að vera að reyna að finna stæði og forðast stöðumælaverði. og hann sagðist bara hafa þurft að koma inn til að óska mér gleðilegs nýs árs og til að segja mér að nærvera mín í búðinni væri ómetanleg. þetta bros mitt bókstaflega lýsti upp allt og svo tók hann í höndina á mér og hvarf á braut. ég er ekki að ljúga ef þið haldið það, ekki einu sinni að ýkja. og þó að þetta hafi ekki komið frá ólafi sjálfum þá hef ég sjaldan fengið jafn gott hrós.
see ya!
gestabók
mánudagur
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
maður verður að vera 35 ára til að verða forseti þannig að þú verður að bíða aðeins lengur. spurning um að gera díl þar sem ég ætla líka að verða forseti og er heilu kjörtímabili eldri en þú að ég myndi verða hann fyrst og svo eftir eitt tímabil myndi ég hætta og þú taka við... hehe
Skrifa ummæli