laugardagur

jæja jæja...
nú er flugið til ísafjarðar búið að tefjast um rúma þrjá tíma vegna veðurs og ég er dauðsybbin því við bibbert vöknuðum svo snemma. við fórum að vísu í loftið á réttum tíma í morgun en hálfnuð á áfangastað tilkynnti flugstjórinn okkur að ófært væri á ísafirði og við þyrftum að snúa við aftur til reykjavíkur. ég og bibbi héldum reyndar í fimm mínútur að þetta væri bara snemmbúið aprílgabb eða mugison að fokka í okkur, en því er nú ver og miður að svo var ekki. og eins og það sé ekki nógu streituvaldandi að þurfa að fara einu sinni í loftið og lenda einu sinni fyrir flughrædda eins og mig, heldur þarf ég núna að gera það aftur. þ.e. ef það verður á annað borð flogið í dag. furðulegt, því samkvæmt veðurkortinu er veðrið í reykjavík mun verra en fyrir vestan. kannski verður þetta hátíðin "aldrei fór ég vestur". en það er athugun aftur eftir tíu mínútur og ég er víst sjálfskipaður flugstjóri fyrir ghostdigital. og ég sem hélt að það væri nóg að vera bara grúppía...
see ya!

Engin ummæli: