fimmtudagur

ahhhh....
fædd er lítil stúlka! hún sigrún erla, elsku vinkona og vinnufélagi, gaut í morgun lítilli stúlku í þennan heim. mér fipaðist reyndar í spádómsgáfunni því ég hélt allan tímann að þetta yrði lítill piltur sem mér fannst að ætti að heita elvis, en það skiptir ekki öllu. það sem skiptir öllu máli er að krílið er heilbrigt og fæddist organdi. ég stakk því upp á því að nafnið tinna yrði notað á barnið, það ku henta vel organdi fólki. ég tala af reynslu...
annars er ég með eindæmum þunn í dag og komin með tremma af kaffidrykkju. ég nenni ekki út þó ég þurfi þess því garnirnar er byrjaðar að gaula og í ískápnum mínum er ekkert nema mosaklæddur ostur og útrunninn ananasdjús.
það var frábært á kvennakvöldinu í gær með stóru systur, systurdótturinni og hinum kvensunum. við fórum á hornið að borða þar sem að þjónustan var með eindæmum léleg og kata systir sýndi skapgerðarbresti yfir því. það er ágætt, það eru þá fleiri en ég í fjölskyldunni með bresti skapgerðar. eftir matinn og mikinn afslátt og rauðvín færðum við okkur yfir á apótek þar sem mikið var rætt, allt frá barneignum til alsheimer. og eins og ég sagði ykkur í gær smakkaði ég í fyrsta skipti cosmopolitan kokteil. mikið rosalega er það góður drykkur og rennur ljúflega niður. það er nýji drykkurinn minn! það virtist reyndar vera einhver samkoma kvenna á apóteki sem vinna á þeim frambærilega vinnustað goldfinger. a.m.k. var sérlega mikið um mjög brúnar og mjóar konur þarna með stinn brjóst og ljósar hárlengingar. ég varð sérlega drukkin og var blessunarlega sótt af manninum mínum á einhverju götuhorni þarna í austurstrætinu því ég hefði tæplega ratað beint heim. mikið er ég glöð að vera í fríi í dag...
annars er móðir mín á leiðinni hingað til landsins í flugvél í þessum skrifuðu orðum. ég er ekki viss um hvort hún sé að koma frá írlandi eða skotlandi. er það kannski sama landið? en þar fagnaði hún fimmtugs afmæli sínu fyrir tæpri viku síðan með stjúppabba mínum. ég var fyrir löngu búin að ákveða að koma henni á óvart á afmælinu sínu og mig grunar að mér sé að fara að takast það... ég er búin að hlusta á mömmu tala um hvað hana langi mikið í brauðvél seinustu árin en hún hefur samt aldrei keypt sér slíkan grip. svo að í gær fór ég og festi kaup í einni slíkri vél, með aðstoð bibberts að sjálfsögðu. brauðvélar eru ekki gefins skal ég segja ykkur. ég keypti líka uppskriftarbók sem heitir bakað í brauðvél, brenndi á diska 50 ákaflega væmin lög sem ég veit að mamma kanna að meta... enya, bette midler og svoleiðis viðbjóður. eitt lag fyrir hvert ár... ég keypti síðan blóm og fékk eina svona risastóra mynd af mér í vinnunni sem var notuð í öllum pennabúðunum því mömmu langaði svo mikið í þannig. ég og bibbert fórum svo heim til hennar í gær og stilltum öllu rosa fínt upp og ég hengdi myndina líka upp. ég hlakka svo til þegar hún kemur heim til sín á eftir og sér þetta. hún á eftir að fara yfirum af gleði. djöfull vona ég að hún fari að grenja... af gleði að sjálfsögðu. það er takmarkið.
ég verð að fara að borða núna. takk fyrir gott hól albert! þú ert örugglega ekki sem verstur sjálfur.
see ya!

Engin ummæli: