miðvikudagur
í dag "ættleiddi" ég litla stelpu frá rackoko í uganda. hún heitir christine okello apio, er 7 ára og á afmæli 5. september. með bréfinu sem ég fékk um hana fylgdi líka mynd af henni. á myndinni er lítil svört stelpa sem virðist ekki hafa brosað lengi. kannski hefur hún ekkert til að brosa yfir... en hún er falleg og ég vildi að ég gæti haldið utan um hana og gefið henni allt sem ég á. ég fæ tár í augun þegar ég hugsa um hana og ég fæ tár í augun fyrir að halda að ég eigi eitthvað erfitt. ég get ekki ímyndað mér og mun aldrei geta hvernig er að vera í hennar sporum, með veika foreldra sem hafa ekki efni á að gefa henni að borða og tvö yngri systkini, engin leikföng, engin föt og lítinn kofa til að sofa í. til að christine geti gengið í skóla, fengið læknishjálp og að borða þarf ég að borga skitnar 1.950 krónur á mánuði....
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli