laugardagur

ég er eitthvað svo jákvæð þessa dagana. undarleg tilfinning þessi nýfundna jákvæðni mín. ég hef hingað til aldrei verið neitt sérstaklega jákvæð manneskja, í rauninni hef ég bara alltaf verið frekar svartsýn að eðlisfari. en nú eru breyttir tímar, mér finnst ég geta sigrað heiminn og ekkert getur dregið mig niður. þetta er eins og að verða virkilega ástfangin í fyrsta skipti.

Engin ummæli: