mánudagur

góðan daginn!
ég er í miklu mánudagsangistarkasti í dag. mér finnst þessi mánudagur viðbjóður. í fyrsta lagi var ískalt í íbúðinni minni þegar ég vaknaði í morgun, og ég vaknaði bara af því að kötturinn minn annar var að bryðja á mér hárið. mjög ógeðfelt hljóð. svo þurfti ég að fara í bankann og biðja um hærri yfirdrátt sem mér er meinilla við en ég þurfti þess að því að ég er svo blönk að ég gat ekki einu sinni borgað leiguna. ég átti reyndar von á að fá nei en mér til mikillar gleði fékk ég já. en bara akkúrat til að borga reikningana. svo maí verður ekki neinn eyðslu mánuður. bara rúv og hafragrautur og götóttar nærbuxur. og svo er byrjað að snjóa...

Engin ummæli: