jæja krakkar mínir!
þá er það ekki lengur bleik marinering heldur dökk-brún sem að nú umlykur hár mitt. ég lít reyndar dáldið út í augnablikinu eins og að það hafi risastór belja skitið á hausinn á mér... ég á nú eftir að sakna bleiku lokkanna, því er ekki að neita. þeir færðu mér eftir allt saman miklu meiri gleði en sorg. en nú er rétti tíminn til að kveðja...
ég og mamma fórum áðan og keyptum náttslopp handa mér. ég get ekki beðið eftir því að fara í heita sturtu og skella mér svo í sloppinn. hressandi! elsku mamma sem gerir ekkert annað en að dekra mig þessa dagana keypti líka handa mér fjólubláa hettupeysu, hárlitinn sem nú grasserar í hausnum á mér og hvorki meira né minna en 10 stykki af nærbuxum. það ætti ekki að væsa um mann þarna niðri núna! mér líður eins og lítilli ofdekraðri prinsessu.
mér til mikillar gleði sá ég svo í hagkaup að "lady", fallegi svarti fákurinn sem að ég er að fara að kaupa mér er á tilboði og kostar "bara" 18.000 krónur. það er 7.000 króna afsláttur og u.þ.b. upphæðin sem að ég eyði í mat á mánuði. þess vegna ætla ég að bruna beint eftir vinnu á morgun, útborgunardag í hagkaup og eigna mér þetta fagra reiðhjól með staðgreiðslu. ég get ekki beðið eftir því að hjóla heim í síðdegissólinni.
mánudagur
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
14 ummæli:
Voðalega hlýtur þú að kaupa lítinn mat? Ég væri hungurmorða með þennan reikning.
Bónus maður, Bónus!!!
... og með fullri virðingu kæri herra, þú ert nú nokkrum cm. og kílóum stærri en ég... tíhíhí...
Það er ekki punktur á eftir cm. Nema núna af því það var í enda setningarinnar. Ennþá betra og réttara er að stafsetja þessa mælieiningu sm á íslensku. Spennandi?
Djöfuls gorgeir í þér!!!!!
Þú ættir frekar að heita Ágúst Gorgeir. Er stór stafur í því?!?!?
Mikill gorgeir. Lítill stafur.
Arg!!! Nú lumbra ég pottþétt á þér þegar ég hitti þig, ég mun græta þig í svörtu húsasundi og kalla þig kellingu!
Hættum nú, verum frekar vinir...
Auðvitað.
Hei. Ekki gleyma að Penninn styrkir hjólakaup (íþróttastyrkurinn, kona). Þú getur farið oft í Bónus núna.
Hey! Takk fyrir að minna mig á það góða manneskja! Var alveg búin að gleyma þessu! Jess!!!!!
Hæ. ég var einmitt að fara að láta þig vita af hjólatilboðinu, sem ég var að komast að að væri í gangi! Ætlarðu ekki að skella þér eitt stykki?
Ég er einmitt að fara að skella mér á eitt stykki hjól í dag eftir vinnu!
Skrifa ummæli