jæja...
hér sit ég, nýþvegin og fín með hárið í shocing pink marineringu. það er hið mesta púl að halda þessum bleika hárlubba við en ég legg það á mig fyrir gleðina sem það færir mér. ég verð líka að vera fín fyrir annað kvöld þegar ég fer á kvennakvöldið með stóru systur og fleiri kvensum. ég veit líka að stóra systir er sérstaklega hrifin af bleika hárlitnum mínum (kaldhæðið grín).
stolkerinn sem ég eignaðist í gær og hræddi úr mér líftóruna kom ekki í búðina í dag til að terrorræsa mig. það afsannar líklega að hann sé stolker. koma þeir ekki við sögu á hverjum degi? en aftur á móti datt ég í stiganum í vinnunni sem mér fannst sérstaklega leiðinlegt og niðurlægjandi. auk þess sem að það kom gat á sokkabuxurnar mínar í fallinu. og ég át mjög ótæpilega af súkkulaði frá opal með appelsínubragði. ég veit ekki hvort það er það eða salmonellukjúklingurinn sem ég og bibbert átum í kvöldmat sé að valda vandræðum í iðrum mínum núna en mér er ansi illt í mallanum.
yngri kisan mín, hún dimmalimm hefur að öllu leyti tekið mig í sátt og virðist nú líta á mig sem mömmu sína en ekki einhvern drjóla neðar í fæðukeðjunni en hún. hún er semsé hætt að naga á mér hendurnar og handleggina. nú nagar húna bara hausinn á páku. dimmalimm er sérlega fyndinn köttur og það mesta matargat sem ég hef á ævinni vitað. kannski fyrir utan bibbert... að þessi litli líkami sem vegur ekki meira en ein fjöður geti verið svona botnlaus er mér illskiljanlegt. og hljóðin í henni... bara að ég gæti lýst þeim fyrir ykkur. það eru svona hástemmd kurrhljóð sem koma frá henni og hún mjálmar mjög sjaldan. ekki nema þegar hún er búin að hringa sig í klósettvaskinum og vill að ég klappi sér. þá heyrist ómælanlegt mjálm í henni, hæsta tóntegund sem ég hef heyrt koma úr kattarmunni. litla krúttisprengjan mín...
ég og bibbert erum að fara í para-matarboð á laugardaginn til auðar and her lover með hara og heiðu. ég hlakka rosa til. það er gaman að eiga paravini og fara í matarboð til þeirra. dáldið fullorðinslegt. ég er að vona að það verði svona matarhringur úr þessu með reglulegum matarboðum. þetta byrjaði á hara og heiðu, þessum giftu í hlíðunum, svo er það núna auður and her lover og ætli ég og bibbert séum svo ekki næst... kannski þegar ég er flutt til hans. úff! það er eitthvað sem ég get ekki beðið eftir.
en nú verð ég að fara að skola marineringuna úr hausnum á mér.
see ya!
þriðjudagur
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Mikið ertu rosalegt krútt stelpa. Heiða vinkona var með link á bloggið þitt. Skrítið hvað orðórar fólks geta fengið skemmtilega útrás í blogginu. Mér finnst eins og ég hafi þreifað á hárinu á þér, orðið fyrir reiðiskastinu einn daginn og verið bitinn af kisunni. Brandalín mín drekkur einnig úr krana, aðeins það bezta fyrir sumar skepnur. Frábær ritstíll hjá þér. Bið að heilsa Bibba.
Albert Sig.
Skrifa ummæli