fimmtudagur

það kom maður í búðina áðan sem hefur lífsviðurværi sitt af því að vakúmpakka gamlar íslenskar myntir og setja jökulvatn á flöskur. við erum að fara að selja þessar heimskulegu vörur fyrir hann. þegar að hann var að rekja fyrir mig ferlið og hvernig væri best að hafa vörurnar hélt hann allan tímann fast í handlegginn á mér og hætti stundum að tala og horfði lengi á mig. dáldið óhuggulegt. þegar hann svo loksins var að fara sagðist hann ætla að hafa auga með mér og blikkaði mig. ennþá óhuggulegra.
stuttu eftir óhuggulega vakúm-manninn kom ljósmyndari frá dv og byrjaði að smella af mér myndum eins og ekkert væri. í fyrsta lagi er það dónaskapur og í öðru lagi bind ég enda á líf mitt ef það verður mynd af mér í dv á morgun. skeinipappír þjóðfélagsins.

Engin ummæli: