sunnudagur

komiði sæl.
ég er í minni vinnu í dag. það er allt í lagi, þýðir ekkert að vera að argast yfir því enda stutt vaktin og fyrir mér liggja huggulegheit í kvöld. ahhh... einsemd og subway. ég tók líka til heima hjá mér á föstudaginn svo að nú líður mér mun skár þar inni og páka er hætt að breima gluði sé lof. mér finnast helgarnar ekki fullkomnar nema að ég nái a.m.k. einu huggulegu einverukvöldi. ég veit fátt betra en að vera ein, það á sér að sjálfsögðu fraudíska útskýringu sem ég læt liggja milli hluta hér í dag en það tengist ekki á neinn hátt sjálfsköpuðum kynferðislegum unaði. það er bara svo indælt að vera ein, en að sjálfsögðu kemur samvera með bibberti þar næst á eftir.
ég tók þá ákvörðun áðan að reyna að sigrast á mánudagsangistinni frá og með morgundeginum, en þá er einmitt mánudagur.

1. ég ætla alltaf að vera mjög fín á mánudögum, mér finnst svo gaman að vera fín
2. ég ætla alltaf að hafa extra góðan kvöldmat á mánudögum (hugmynd maríönnu, þjáningasystir mín í þýska stálhnefanum)
3. survivor og lost eru alltaf á mánudögum í sjónvarpinu, i love it!

þetta er það eina, enn sem komið er. en allar góðar hugmyndir eru vel þegnar.
birta besta skinn kemur 20. maí og það verður dásmalegt og kærkomið uppbrot á hversdagsleikanum. ég get ekki beðið...

Engin ummæli: