mmm... brunnið ostabrauð í hádegismat.
nýji nine inch nails diskurinn, with teeth er kominn í hús og ég ætla að festa kaup í honum í dag... segir maður kannski "festa kaup á"? ha, gulli? (ég væri alveg til að fara í smá stafsetningar upprifjun svona áður en ég verð frægur rithöfundur), fara með hann heim, bíða svo með hjartað í buxunum eftir japanska skiptistúdentinum sem er að fara að skoða íbúðina mína, sýna henni íbúðina og þegar hún er farin, anda léttar og hlusta á diskinn. ég get ekki beðið!
mér fannst reyndar dáldið merkilegt þegar ég talaði við hana í símann áðan og ég var að segja henni að ég myndi bara hitta hana fyrir utan húsið mitt af því að ég er með enga dyrabjöllu og hún ekki með farsíma, ég dáist að því. ég sagði henni að ég væri með bleikt hár og myndi standa fyrir framan húsið svo hún myndi nú alls ekki fara fram hjá því. þá sagði hún mér að hún væri japönsk þannig að hún færi örugglega ekki fram hjá mér. fyndið. það er eitthvað politically rangt við þetta en samt ekki. ég myndi nefnilega aldrei nota svona lýsingu nema í gríni, og ég grínast mjög mikið með fólk af öðrum litarhætti og þroskahefta af því að ég er kvikindi. en samt aldrei í alvöru af því að af einhverjum ástæðum finnst mér það rangt. kannski er það bara önnur tegund af rasisma... þess vegna finnst mér merkilegt að hún noti þessa lýsingu um sjálfa sig, en hún má það náttúrulega...
miðvikudagur
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli