föstudagur

senn líður að því að ég flyst búferlum á laugaveginn. þetta verður þá í annað sinn sem ég bý á laugaveginum. í fyrra skiptið sem ég bjó þar var ég í djúpri ástarsorg allan tímann og fékk mér eitt af þremur húðflúrum sem nú prýða líkama minn í því ástandi. það húðflúr átti að tákna óendanlega ást mína á piltinum sem ég missti öll þessi tár yfir í ástarsorginni. ástarsorgin hefur nú fyrir löngu síðan yfirgefið hug minn og hjarta en húðflúrið stendur enn og mun alltaf gera. núna þykir mér bara vænt um það þegar ég horfi á það...

Engin ummæli: