miðvikudagur

í dag mun ég klára að flytja og við fáum nýju þvottavélina okkar sem að mamma góða er að splæsa á okkur. ég get ekki beðið eftir að allt verði búið og ég búin að skila grettisgötunni af mér. ég hlakka svo til að koma mér fyrir á yndislega bergstaðastrætinu. eins fullkomnir og hlutirnir eru núna er ótrúlegt að hugsa til þess að þeir geti orðið betri. en litli þjóðverjinn í mér verður fyrst fullkomlega ánægður þegar að bækurnar eru komnar í bókaskápinn, myndirnar upp á vegg og fyrsta vélin þvegin af óhreinu fötunum okkar sem sitja í stöflum hér og þar um íbúðina. þegar ég svo verð búin að öllu inni ætla ég að einbeita mér að eins fermetra garðinum okkar og gera hann huggulegan. mér líður svo yndislega þrátt fyrir öll bakföll. ég er svo hamingjusöm...
það hljómar líka einhvern veginn betur að vera tinna á bergstaðastrætinu en tinna á grettisgötunni. svo miklu rómantískara.

4 ummæli:

Ágúst Borgþór sagði...

Gullöldin - eins og ég hef sagt.

Nafnlaus sagði...

Tinna von Bergstadtstrasse?
Til hamingju enn og aftur. Þú ert að flytja í fallega götu.

Tinna Kirsuber sagði...

Kærar þakkir. Ég gæti ómögulega orðið hamingjusamari eða ástfangnari...

Tinna Kirsuber sagði...

Hver er fröken fix?