mánudagur

ég og örninn ákváðum í morgun að kaupa okkur saman bíl. ég veit ekki hvort að það hafi haft áhrif á þessa ákvarðanatöku okkar að við vorum nývöknuð að labba í vinnuna og það var hrollkalt úti og grátt og að það eru búin að vera eintóm vandræði að sækja þessa fjárans þvottavél. ég á hvort eð er enga peninga frekar en fyrri daginn. og nú á ég ekki einu sinni aur til að spæla mér egg hvað þá fá mér seríós.

1 ummæli:

Tinna Kirsuber sagði...

Ojj! Segjum tvær. Það er viðbjóður.