þriðjudagur

ég og örninn náðum loksins í þvottavélina í gær með styrkri hönd gulla að sjálfsögðu, ekki get ég lyft þvottavélum til að bjarga lífi mínu með kjúklingalærunum sem að sumir kalla upphandleggsvöðva. vélin heitir candy, dáldið sexí nafn. og svo byrjuðum við að þvo og við erum enn ekki hætt. auk þess sem að dimmalimm læstist inni í herbergi með okkur í alla nótt og vakti okkur í morgun með því að pissa á okkur. minnir mig á eina prumpu sem ég átti fyrir nokkrum árum. hún átti það til að pissa á mann ef hún var eitthvað ósátt.

Engin ummæli: