föstudagur

ég var að lenda í mjög undarlegu atviki, svo vægt sé til orða tekið. ég kíkti á símann minn og sá að það voru 3 "missed calls", allt frá sama númerinu sem að ég þekki ekki. ég hringdi í símaskrána og þá er þetta númer ekki skráð, ansans! svo tók ég eftir því að það voru komin skilaboð í talhólfið og ég hringdi í það til að heyra skilaboðin. það eina sem heyrist er eitthvað lag, jass-lag og smá kliður undir og svo ekkert meir. ég reyndi að hringja í númerið en það svarar ekki og nú er ég að deyja úr forvitni. á ég leynilegan aðdáanda eða er þetta bara óhuggulegt?
það er kínverskt skemmtiferðaskip í höfninni. þess vegna er miðbærinn troðfullur af litlum kínverjum með "michael jackson" grímur.

Engin ummæli: