miðvikudagur

að hugsa sér sniðugt! hér rétt í þessu kom maður inn í eymó til að biðja mig afsökunar á leiðinlegri hegðun. hann var hérna einhvern tímann að skamma mig fyrir eitthvað sem að ég gat engu ráðið um eða gert í og það eru alveg svona tveir mánuðir síðan. og svo kemur hann til mín áðan, augljóslega mjög mikið niðri fyrir og biðst afsökunar á að hafa verið með þessi ónot við mig útaf einhverju sem að ég gat ekkert gert í. gott að það er enn til svona fólk, sem gerir sér grein fyrir mistökum sínum og biðst afsökunar á þeim.

2 ummæli:

Ágúst Borgþór sagði...

Er þetta líka ekki bara táknrænt fyrir hvernig allt er að snúast þér í hag.

Tinna Kirsuber sagði...

Ohhh... En væmið og fallegt Ágúst minn. Jú, það gæti bara vel verið rétt hjá þér.