laugardagur

ja svei mér alla daga!
haldiði ekki bara að mín sé búin að ganga frá öllu. það er komin mynd á bergstaðastrætið, falleg, kósí og hugguleg mynd. ég á bara aðeins eftir að "sjæna" eldhúsið, vaska upp og svoleiðis og þá er þetta bara komið. andskoti getur maður nú verið duglegur svona draugþunnur. en svo er náttúrulega þetta með þvottavélina sem að við erum enn ekki búin að fá útaf alskyns asnalegum ástæðum. m.a. þeirri að við eigum ekki bíl... hrúgan af óhreinu fötunum okkar er jafnstór og ég og við verðum örugglega í 2 ár að þvo þetta allt. ég leyfi nú erninum mínum að byrja á sínum þvotti enda á hann ekki eina hreina flík eftir.
ég ætla að hafa það huggulegt í kvöld í græna sófanum. eitt rauðvínsglas, sígarettur og músík/sjónvarp. hafið það gott elskurnar mínar.

1 ummæli:

Tinna Kirsuber sagði...

Já þakka þér fyrir. Ég held m.a.s. að það sé hérna á næsta götuhorni hjá mér. Aldrei að vita nema að maður skelli í eina vél þar...