það kom amerísk túristafjölskylda í búðina í morgun að kaupa hraunmola í krukku og annan túristaviðbjóð. konan sagði mér hvað henni þætti íslenskt afgreiðslufólk vera svo óskaplega liðlegt og kurteist við viðskiptavinina miðað við amerískt afgreiðslufólk. ég furða mig á þessu. eru ekki bandaríkjamenn smeðjulegasta fólk í heimi? en ef að þetta er staðreynd ættu íslendingar að taka sig á í sinni framkomu við afgreiðslufólk. íslendingar eru án efa, fyrir utan þýska og franska túrista dónalegustu viðskiptavinir sem hægt er að hugsa sér. þeir kunna ekki að bjóða góðan daginn, kunna ekki að þakka fyrir sig, kunna ekki að bíða í röð og eru almennt mjög vanþakklátir viðskiptavinir sama hvað er gert mikið fyrir þá.
mér finnst sumarið yndislegt. ég get loksins viðurkennt það eftir 25 ára þrjósku og sumar-hatur í tinnískum hug. ég er alltaf í góðu skapi þessa dagana. það er ótrúlegt því að ég hef aldrei verið þannig. mér virðist einhvern veginn ganga allt í haginn og ég er svo jákvæð á framtíðina. það eru náttúrulega hinir ýmsustu góðu hlutir sem að spila þar inn í en ég get ekki alveg talað um þá ennþá hér. en það er sama því ég er glöð. hver svo sem ástæðan er.
ég er reyndar dulítið þunn í dag og þreytt. varð tipsí í gær en ástæðan var ærin. en það er allt í lagi því að það er allt í lagi. það er allt í lagi hjá mér í fyrsta skipti í langan tíma....
fimmtudagur
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli