mánudagur

það verður skráð sem afrek ef ég dey ekki á næsta rúma klukkutímanum. ég er svo uppgefin og þreytt að ég næ engu sambandi við umheiminn. ég reyni að tala skilmerkilega ensku við túristana en ég held að þeir skilji mig ekki. það er hvort sem er hægt að telja á fingrum annarar handar fólkið sem skilur mig svona í daglegu lífi.
það var annars frábært í sveitinni. fórum á djammið á dalvík og sú upplifun rennur mér seint úr minni. löbbuðum marga kílómetra, skiptumst á að þamba te og troða í okkur flatkökum hjá ömmu arnar og vera ölvuð. ástar-afmælið hjá þuru og magga á hjalteyri var dásamlegt, allt við þann stað er dásamlegt. rúmið mitt er samt í augnablikinu það dásamlegasta... og auðvitað örninn minn.

Engin ummæli: