ég er ennþá hérna... ekki farin í sturtu. nú sit ég bara á kirsuberja-flónelnáttfötunum að borða skorpubrauð með ss túnfisksalati og slettu af samviskubiti yfir því að vera ekki úti í brennó eða eitthvað álíka. talandi um túnfisksalat... mér finnst majónes viðbjóður, ekki gefa mér majónesdollu í tækifærisgjöf. ég man samt óljóst eftir því þegar ég bjó í amsterdam veturinn 2002 að borða fitugar franskar löðrandi í majónesi. þetta er ekki eitthvað sem ég segi öllum og fer í sama pott og verslunarmannahelgin 1996... ég vona að ég geti bara farið í einhverja aðgerð og látið fjarlægja þetta úr minninu á mér.
annað sem að ég verð að viðurkenna... ég hef enn ekki farið í bankann. ég verð að fara á morgun, annars er ég formlega orðin aftur smákrakki og helbert dusilmenni. sinnti reyndar einum svona "fullorðins" erindagjörðum í dag en það kostaði bara eitt símtal. en það er búið og heilmikill persónulegur sigur sökum margrómuðu símafóbíunnar minnar. æji, ég er komin með illt í mallann...
gat það verið að maðurinn sem að bresku lögreglumennirnir skutu í seinustu viku var ekki á neinn hátt tengdur hryðjuverkunum í london? ég vissi þetta! það var það fyrsta sem ég hugsaði þegar ég heyrði fréttirnar, að hann væri sakleysingi. ömurlegt alveg hreint!
ég ætla að hitta hann gulla minn í kvöld, ekkert ömurlegt við það.
mánudagur
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
Aha! Þakka þér fyrir Hjördís mín og b.t.w. til lukku með gips-leysið.
nota bara sýrðan rjóma. majo er vitagagnlaust enda.
salad cream er best:)
iss í sveitinni notum við bara súrmjólk:) það er mjög fínt, súrmjólk, egg, rauðlaukur, pipar og auðvitað túnfiskur:)
Skrifa ummæli