í dag er ég þunn af því að í gær var ég óskaplega tipsí. það þýðir þó ekki að ég ætli ekki að sletta úr klaufunum í kveld eða alla helgina ef því er að skipta. öspin er líka að koma til okkar í kvöld og ég get vart beðið... auk þess eigum við það mesta magn af áfengi í skápum okkar og ísskáp sem ég hef á ævinni augum litið.
það ver stelpukvöld í gær. ég, birtan mín og bryncí mín fórum á maru og fengum okkur sushi hjá þjóni sem var ekki mellufær í íslensku. það var varla þverfóta fyrir frægum á sushi-staðnum, ryan phillippe, barry pepper og jamie bell (strákurinn úr billy elliot) voru allir þar að fá sér sushi og stelpurnar pissuðu næstum á sig. ég reyndi að taka þessu með jafnaðargeði. eftir sushi-ið lá leiðin á sirkus en þar var ekki þverfóta fyrir miðaldra pervertum með kaffibrúnku og gráa fiðringinn. þar var líka sú undarlegasta útlítandi kona, held að þetta hafi verið kona sem að ég hef augum litið. ég get bara eiginlega ekki lagt nógu mikla áherslu á hversu undarlega útlítandi hún var en þetta var alveg eins og það sem að maður sér bara í breskum slúðurblöðum. hún var búin að fara í svo margar lýtaaðgerðir og pumpa svo miklu efni í varirnar á sér að hún leit út eins og einhverskonar geimvera eða kannski bara önd. með andlitið allt svona framsett og varirnar eins og andargoggur, hárið allt strekt aftur og það vantaði m.a.s. part af því rétt fyrir ofan eyrun. undarlegt að fólk skuli sjálfviljugt afskræma sig svona. og ég varð ofur-tipsí, alltaf sami hænuhausinn... birtan mín er að fara á morgun aftur til köben og ég finn fyrir örlitlum leiða í sálinni af því að hún veit alltaf hvað ég er að meina og hvenær ég er að bulla. en hvað um það...
stofnfundur hljómsveitarinnar okkar bryncí verður haldinn hátíðlegur næsta mánudag. við erum enn ekki komnar með nafn en ég á sumsé að vera textahöfundurinn í bandinu svo að ég hlýt að geta fundið upp á einhverju fleygu og þjálu nafni. og ég tek það fram fyrir viðkvæmar sálir að textarnir verða ekki um fiðrildi og rósir...
ég verð að segja að álit mitt á agli helgasyni dalaði aðeins þegar ég fletti tímaritinu birta áðan. mér finnst egill rosa sniðugur en eiginlega bara af því að honum finnst ég vera svo sniðug, skiptir ekki öllu máli hvernig hrifning verður til. en hann er þarna í "brennslan mín" í birtu, mig dreymir reyndar um að fá að vera í því með uppáhalds lögin mín en hann nefnir eitt lag sem er með nana mouskouri og harry belafonte. harry belafonte er fínn en nana mouskouri! kommon! mamma mín hlustar á hana og kvaldi hlustir mínar þegar ég var barn með þessu væli... díses kræst egill, hvað varstu að pæla?
og það er búið að stofna söngflokk með "burnátin" úr ídolinu í broddi fylkingar. þau kalla sig heitar lummur... réttnefni væri kaldar lummur.
jæja, ég ætla að hætta að vera bitur og önug, ég ætla að vera hress og kát og te-drekka úr mér þynnkuna...
vá! sumarið er að verða búið og ekki mótmæla mér... þetta er búið að vera viðburðarríkt sumar, vægast sagt. ég vildi að ég gæti sagt ykkur frá öllu en það verður bara að bíða betri tíma, kannski þegar að ævisagan mín kemur út... kannski. ég er bara fegin að haustið er að koma, því fylgir ró.
föstudagur
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli