ég er að fara úr augnhárum. ég hef aldrei hitt neinn annan sem lendir í því...
arnarpabbinn kom í mat í gær, ég vona að ég hafi skorað með kjötbollunum sem heppnuðust einstaklega vel. hann sagði a.m.k. mmmmm.... við fyrsta bita, örn segir að það sé gott merki.
er komin með stundatöfluna fyrir skólann í hendurnar og hún er dásamleg. það mun gefast mikill tími til að standa sig í lærdómnum því ég byrja aldrei fyrr en kl. 13 á daginn og er í fríi á föstudögum. þ.a.l. ætlum við örninn að vera með "happy hour" alla fimmtudaga í vetur. það verður ekkert skammdegisþunglyndi á þessum bæ.
um árabil eða allt síðan ég sá myndina mermaids hérna um árið... hvað ætli ég hafi verið gömul? kannski 11 eða 12 ára, man ekki alveg hef ég verið heilluð af laginu sleepwalk eða sleepwalker, það fer tvennum sögum af titilinum en það lag er einmitt spilað í myndinni mermaids og svo síðar einnig í myndinni sleepwalkers sem byggð er á bók eftir steven king. eitt sinn minn uppáhalds rithöfundur... þá var ég barn. mér tókst loks eftir nokkur ár að komast yfir þetta lag, sleepwalk og þá í sömu útgáfu og notuð er í myndunum tveimur sem ég nefndi en það er með gaurum sem kalla sig eða líklega kölluðu sig santo & johnny. það er óskaplega falleg útgáfa en ég vissi þó að það væri líka til önnur útgáfa því í gegnum árin hef ég heyrt hana hér og þar en aldrei komið höndum yfir af einhverjum ástæðum því miður. svo í morgun var ég að hlusta á hann gest einar á rás 2 (já, ég skipti aftur yfir, var orðin "morbit" af öllum dánartilkynningunum...) og þegar hann kveður spilar hann sleepwalk í hinni útgáfunni, þeirri sem ég hef svo lengi leitað að í lokin. ég missti mig að sjálfsögðu og upp á von og óvon brá ég bara á það ráð að senda gesti einari tölvupóst og spyrja hann út í lagið. ég var nefnilega ekki viss um hvort að þetta væri shadows útgáfa þó mig grunaði það en ég vissi að ég yrði að eignast þetta lag, þetta er lagið mitt. ég var nú eiginlega nokkuð viss um að gestur héldi mig bara vitskerta húsmóður og myndi ekkert svara mér en getiði hvað? það liðu ekki fimm mínútur og þá var gestur litli einar búin að svara mér og það mjög ítarlega. ég fékk allar upplýsingar um lagið sleepwalk á einu bretti, að það sé með the shadows og á hvaða plötu ég gæti nálgast það. ég svindlaði reyndar og sótti það á netinu og nú er ég ástfangin sem aldrei fyrr, sleepwalk fer ekki af fóninum í dag og ég ætla að vanga við kærastann minn í kvöld. dagurinn í dag er tileinkaður gesti einari!
...og nú fer ég í sturtu.
fimmtudagur
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
Veistu ég hef alltaf verið soft fyrir þessu lagi líka, svona "fiðrildi í maganum lag"...og varð einmitt hugsað til þín í morgun þegar ég heyrði þetta á leið í skólann á Rás 2!
Heyrumst, þín Svanhildur
P.S. líst vel á stundatöfluna. Er ekki tilvalið að fara stundum í menningarleg lunch í Norræna húsinu fyrir skóla???
Ha! :D En gaman að þú skyldir hugsa til mín. Ég sá líka einmitt Mermaids með þér á sínum tíma.
Jú! Hljómar vel... Stefnum á lönsa í Norræna...
sko ormur! hefði alveg getað spurt mig út í sleepwalK. elska mermaids og sleepwalk, m santo og johnny! ;P nafnan
Demitt! Next time ;)
Skrifa ummæli