mánudagur

halló allir saman!
jæja, þá er ég komin heim úr sveitinni, birtist í gærkveldi eftir viðbjóðslegustu rútuferð sem ég hef upplifað. mig grunar að rútubílstjórinn sem að var stúlka, ekki mikið eldri en tvítug hafi verið í einhverju annarlegu ástandi, kannski freðin eða þaðan af verra. auk þess var svo mikið rok að ég var á nokkrum tímapunktum dauðhrædd um að ég þyrfti að mæta á fund feðra minna í rútubíl. ekki virðulegasta himna-ferðin...
annars var fínt í sveitinni, gott að vera með stóru systur sem er eiginlega næstum eins og mamma mín og ég hef uppgötvað ástríðu mína í að leggja fínt á borð. þetta leið tiltölulega fljótt enda oftast nær nóg að gera þó að hjartað í mér væri stundum af rifna af söknuði eftir erninum sem var á dalvík. ég óskaði þess iðulega eða mjög oft að ég væri þar hjá honum þó að eftir á að hyggja hefðu aðstæðurnar bara orðið vandræðalegar með tilliti til fyrrverandi eiginkvenna "and all". en í arnarfaðm skreið ég þegar ég kom í bæinn og þar á ég heima. kannski ég geti bara farið næsta ár á fiskidaginn mikla... það væri skemmtilegt.
ég er einhvernveginn búin að tapa hreinskilninni, ég er allt í einu farin að hafa áhyggjur af því hverjir séu að lesa þetta blogg, finnst ég þurfa að passa mig á því hvað ég skrifa sem er mjög erfitt af því að þá finnst mér ég ekki eiga neitt erindi hingað. og það er kannski bara merki um að ég eigi að taka mér frí... það er frá heilmiklu að segja, því get ég lofað ykkur, mér líður næstum illa yfir því að geta ekki skrifað allt sem ég er að hugsa. núna skil ég hvernig venjulegu fólki líður með öll sín leyndarmál... en kannski ætti ég ekkert að vera að þegja, kannski ætti ég bara að segja ykkur frá því að ég var veik og kannski ætti ég að segja ykkur frá því hversu mikil angist getur fylgt því að vera svona ástfangin þegar maður elskar sjálfan sig ekki alveg nógu mikið. en kannski geymi ég það bara fyrir geðlækninn sem ég sendi tölvupóst í morgun og bað um að fá að hætta í fríinu. ég verð að tala...

11 ummæli:

Ágúst Borgþór sagði...

Að blogga er ekki það sama og að segja frá leyndarmálum sínum.

Tinna Kirsuber sagði...

Júmm, heima hjá mér.

Ágúst Borgþór sagði...

Ég skil. Samræmi í stíl.

Tinna Kirsuber sagði...

Þú veist alveg hvernig ég er... Ég verð að tjá mig um það sem er í gangi hjá mér, annars rifna ég í tvennt.

Ágúst Borgþór sagði...

Þú veist hvert þú getur leitað

Ösp sagði...

Sæl vinan! Mikið er ég glöð að þú ert komin heim og byrjuð að blogga, hef svo gaman af því:) Ég er að hugsa um að heimsækja ykkur þarnæstu helgi, er menningarnóttin ekki þá??

Ljúfa sagði...

Bloggið þitt er einmitt svo fallegt af því að maður fær á tilfinninguna að þú sért ekkert að reyna að vera önnur en þú ert.

Tinna Kirsuber sagði...

Alltaf velkomin Öspin mín

Tinna Kirsuber sagði...

Þú berð nafn með rentu Ljúfa...

Nafnlaus sagði...

Velkomin heim elsku Tinna. Ég fann fyrir því sama þegar ég lagði á borðið...fannst svolítið skelfilegt að upplifa þessa ástríðu!! En svona þar sem þú kannt þá greinilega að meta svona uppdekkuð fínheit þá býð ég þér hér með í matarboð þar sem borðið verður dekkað með tauservéttum...mörgum pörum af hnífapörum og alles. Finnum okkur góðan tíma. Hafðu það gott. Hlakka til að sjá þig. Þín, Svanhildur

P.S. ...viltu kannski hafa bjölluna líka???

Tinna Kirsuber sagði...

Ha ha ha! Það verður ekkert matarboð án bjöllunnar :D Og já takk! ég vil endilega koma í mat og hitta ykkur og litla prinsinn. Finnum tíma sem fyrst!