helgin í hnotskurn:
ösp var hjá okkur, það var yndislegt. hún er örugglega ein sú mesta ljúfstelpa sem að ég hef fyrir hitt.
var tipsí.
uppgötvaði grúppíu-elementið í mér aftur eftir 10 ára fjarveru, s.b. fór upp í æfingarhúsnæði til strákanna í shadow parade og sat í sófa og flissaði.
var með þá mestu hormóna-fyrirtíðarspennu sem að ég hef fengið í langan tíma. andskotans pillan, sú sama og stendur fyrir bólunum.
kvaddi birtu mína.
hitti fyrrverandi kærastann minn sem vill ekki tala við mig. skil það svosum...
las andstyggilegt "komment" frá manneskju hérna á blogginu sem að greinilega þekkir mig ekkert. undarlegt hvað óhamingjusamt fólk leggur sig mikið fram við að smita óhamingjuna út frá sér. sárast fannst mér hvað ég tók þetta nærri mér en að endingu sætti ég mig við þetta og vorkenndi bara blessaðri pysjunni sem líður augljóslega svona illa.
sá flugeldana á menningarnótt en lítið annað sem tengist þeim degi.
skældi.
var að vinna í gær.
og að endingu... nágranni minn bankaði hérna upp á með kúk í klósettpappír og sagði ösp, sem var svo óheppin að fara til dyra að hún dimmalimm mín hefði skitið í rúmið hjá sér. ég kaupi það ekki fyrir milljón! þetta olli mér samt áhyggjum... fyrir það fyrsta, hvernig ég get ég sannfært nágrannann sem virðist vera svo viss um að dimmalimm sé sökudólgurinn sé það ekki? og ég bara nenni ekki að fara að standa í einhverjum amerískum nágrannaerjum sem enda á því að einn daginn opna ég útidyrahurðina og þá liggur kötturinn minn í bútum á mottunni fyrir utan. eða það væri svona "worst case scenario".
mánudagur
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
5 ummæli:
Það var yndislegt að vera hjá ykkur og ég þakka bara fyrir mig ljúfa vina:)
Ánægjan var mín. Það er svo stutt í að við sjáumst aftur... Bara nokkrir dagar :D
Já mikið hlökkum við stelpurnar á Tjörn til að fá ykkur :D
en ég þarf víst að vinna einn dag næstu helgi frá 11- 18. hvort á ég að taka laugardaginn eða sunnudaginn??
Hmmm.... Kannski frekar sunnudaginn...
Skrifa ummæli